Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 121
/ FÓTSPOR SHERIOCK HOLMES
129
En það hefur ekki alltaf verið
svo. Sherlock Holmes hefur flýtt
fyrir þróuninni. Conan Doyle,
skáldið sem skapaði Sherlock,
varð þeirrar sjaldgæfu hamingju
aðnjótandi að sjá skáldskap sinn
verða að raunveruleika“.
Skyldleikinn milli skáldskapar
og lífsins er hér mjög mikill.
Bæði Sherlock Holmes og hinn
holdi klæddi starfsbróðir hans
eru afsprengi háskólans í Edin-
borg. Sir Arthur Conan Doyle
tók sér dr. Joseph Bell sem fyrir
mynd að lækninum Watson i Bak-
arastræti. Og samstarfsmaður dr.
Bells, Harvey Littlejohn, kenndi
Sydney Smith.
Sir Sydney hefur hlotnazt sá
frami að verða prófessor og
rektor háskólans. Nú er hann
hættur reglulegum störfum, enda
orðinn 78 ára gamall, en hann
hefur verið og er í svo miklu
áliti sem rannsóknarlögreglu-
maður, að honum berast sífellt
bréf frá ráðþrota lögreglumönn-
um víðs vegar i heiminum. Sér-
grein hans er réttarfarsleg lækn-
isfræði, — sú grein sem brúar
bilið milli þess lagalega og lækn-
isfræðilega. Lögreglan safnar
vitnum og öðrum sönnunargögn-
um, en Sydney Smith og aðrir
slikir gera sínar vísindalegu
rannsóknir.
Skömmu eftir að Smith flutti
frá Cairo til Edinborgar til að
taka við störfum þar, kom til
hans ungur lögreglumaður, Willie
Merrilees, með vaindamál sitt:
Það hafði verið brotinn upp pen-
ingaskápur, og eina sönnunar-
gagnið var dálítil leðurpjatla,
ekki stærri en nögl manns, en hún
fannst á staðnum. Sir Sydney
hófst þegar handa við að grand-
skoða pjötluna. Meðal annars
skyggndi hann hana með rönt-
gengeislum og beitti við hana
ýmsum efnafræðilegum aðferð-
um.
Loks kvað hann upp úrskurð
sinn: „Leðrið er af karlmanns-
skó, stærð 914. Þetta er svartur
skór og búinn að vera í notkun
í um það bil tvö ár. Skórnir
hafa verið smiðaðir í Englandi,
og nýlega hefur verið gengið á
þeim um kalkborið svæði“.
Vopnaður þessari vitneskju
hófst Merrilees handa. Hann
lagði leið sína til veitingahúss
eins í Edinborg, hvar viðsjáls-
verðir náungar héldu sig tiðum;
hann gekk rakleitt til þess manns-
ins, sem hann grunaði einna helzt
og spurði: „Hvað hefurðu verið
að gera þar, sem kalk hefur ver-
ið borið á jörðina?“
„Hjálpa pabba gamla á býl-
inu sínu“, svaraði þorparinn ein-
læglega.
„Einmitt það“, sagði Merrilees