Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 105
HINN DULARFULLl JOMO RENYATTA
113
ans, likt og draugaleg eyja á
himninum.
Hvítu mennirnir kalla það
Kenyafjall, en í augum Kikuyu-
mannanna er það Kere-Nyaga,
fjall leyndardóma og bústaSur
GuSs. Þessa dagana starir rosk-
inn maSur einn af ættbálki
Kikuyumanna oft töfrum lostinn
á hiS tignarlega fjail, líkt og for-
feSur hans hafa gert frá ómuna-
tíS, og ef til vill tautar hann
þakkarbæn.
Þessi gamli maSur er Jomo
Kenyatta, hinn dularfulli maður
Afríku. Hann er frjáls að nýju
eftir niu ára fangelsun og útlegð.
Hann er einn af umdeildustu
mönnum heimsins um þessar
mundir. Hinir hvítu embættis-
menn og landnemar í Kenya álíta
hann djöfullega slægan mann og
beinlínis ábyrgan fyrir hinhi
trylltu Mau-Mau uppreisn, sem
brauzt út fyrir nokkrum árum.
En hinir innlendu Afríkumenn
Kenya, um sex miiljónir að tölu,
skoða hann á hinn bóginn sem
nokkurs konar Georg Washing-
ton lands þeirra, lifandi tákn um
vonir Afríku um frelsi, þekkingu
og virSingu.
Jomo Kenyatta er hið raun-
verulega tákn sjálfrar Afríku í
mjög ríkum mæli, alira hennar
mótsagna og deilna. Þlann er son-
arsonur töfralæknis, óx upp í
myrkum draugaheimi, þar sem
andar framliSinna manna ætt-
bálksins héldu áfram að svífa
yfir kofum og hæðadrögum og
vaka yfir velferð afkomenda
sinna. Sem drengur aS aldri lærði
Jomo að kasta spjóti af hnitmið-
aðri markvísi. Á þeim árum
drakk hann einnig í sig anda
töfrasæringanna, og surnir segja,
að hinn höfugi andi þeirra hafi
eigi enn skiiið við hann að fullu.
En samt varð þessi sami maður
alþekktur í hópi menntamanna
i Englandi. Persónutöfrar hans og
hárbeittar gáfur áunnu honum
vináttu margra áhrifamikilla
Englendinga, og hann umgekkst
jafnvel konungborið fólk Evrópu.
Mestan hluta ævinnar hafa tvö
öfl í lífi Kenyatta togast á um
hann. Sem réttborinn sonur ætt-
bálksins, álítur hann hið ó-
snortna líf ættbálkanna í for-
tíðinni vera hina gullnu öld Af-
ríku. Samt er hann hrifinn af si-
gildri tóniist og málaralist im-
pressionista. Þótt Kenyatta hafi
sagt skilið við kristna trú í hinni
formföstu mynd, les hann oft
biblíuna, en einnig verk um trú-
arbrögð Austurlanda. Hann er
fjölkvænismaður, á þrjár konur,
eina enska og tvær afrískar.
Hann er nú 71 árs að aldri, en
er samt við góða heilsu og býr
yfir andlegu fjöri. Augnaráð hans