Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 117
SKIPIÐ, SEM FLUTTI PÁL POSTULA
fyrir borð einhverju af farmi sín-
um í óveðri, þegar þau þurftu aS
sigla inn í vík, þar sem sandrif
voru. KomiS hefur í Ijós, að þeg-
ar talið var, að skipiS mundi
geta flotið inn í víkina, hefur það
rekizt á grynningar og brotnað.
Rekald og munir úr skipinu finn-
ast beggja vegna skersins. Oft
finnst akker frá slíku skipi svo-
iitið utar, og enn utar leifar af
farmi eða ilátum, þar á meðal
stór ker, sem notuð voru í fornöld
við flutninga. Þá hafa fundizt
bein úr dýrum, sennilega frá mat-
arforða. Enn hafa engin manna-
bein fundizt. Þar sem skipstap-
arnir hafa orðið svo nærri fjör-
unni, er mjög sennilegt, að allir
hafi getað bjargazt í land með
því að synda eSa halda sér í
rekald úr skipinu. Þetta kemur
heim við lýsinguna úr Postula-
sögunni, þar sem sagt er, að allir
farþegar með skipinu, sem Páll
var á, hafi komizt í land, en þeir
hafi verið 276 alls.
Það er kunnugt frá öðrum
heimildum, að á dögum Páls voru
til skip, sem tekið gátu allt að
því 500 farþega. Þá er og vitaS
af þeim frásögnum, að oft var
mikið um peninga um borð í slík-
um skipum, en farþegarnir urðu
að greiða flutninginn út í hönd.
Samt se-m áður hafa engir pen-
ingar fundizt, — menn hafa aug-
125
sýnilega reynt að koma fénu með
sér i land.
Kafarar frá Imperial College,
sem stendur fyrir rannsóknarferð
þessari, eru nú að störfum hér
niðri í sjónum. Þeir voru niðri
í 65 metra dýpi, og vatnið er svo
tært hérna, að við gátum að
nokkru fylgzt með hreyfingum
þeirra niðri í vatninu.
Sérfræðingur getur strax séð,
að ker, sem dregið er upp, sé frá
Egyptalandi og frá 1. öld eftir
Krist. Það er því ekkert því til
fyrirstöðu að það geti verið frá
skipinu, sem Páll var farþegi
með!
í kerinu var kolamoli, sem
gætt er vandlega, því að hann get-
ur ef til vill veitt upplýsingar um
aldur þess. Meðan við bíðum, er
nýtt ker dregið upp úr djúpinu.
Sérfræðingurinn sér þegar, að
það er jafngamalt og hitt, en þó
sennilega heldur eldra. Auk þessa
hafa fundizt leifar af járnplötum,
sem sennilega hafa verið notaðar
sem eldstó um borð í skipinu.
Skipsskrokkurinn hefur ekki
fundizt ennþá, ef nokkur tök eru
á því að finna hann.
Rannsóknarleiðangurinn hefur
fengið að nota nýjasta kafaraút-
búnað brezka flotans og auk þess
flugvél, þar sem margir hafa mik-
inn áhuga á niðurstöðum rann-
sóknarleiðangursins. Tilmæli