Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 31
DAUÐAGEISLAR í ALGLEYMINGI
39
verða þeir ekki neins varir, jafn-
vel ekki dr. Slotin, sem þó er
þegar byrjaður að deyja.
Til þess að við skiljum nokk-
uð hvað þarna gerðist og hvers
vegna, er okkur nauðsynlegt að
vita nánar hvers vegna dr. Louis
Slotin fékkst við þessar hættu-
legu tilraunir. En fyrst skulum
við teitast við að kynnast hon-
um sjálfum lítillega, enda er það
fljótgert.
Louis Alexander Slotin er
fæddur árið 1912; foreldrar hans
voru auðugir Gyðingar i Winni-
peg i Kanada. Hann var ekki
nema fimmtán ára að aldri, þeg-
ar hann skráðist í háskólann i
Manitoba og ekki nema tuttugu
og eins, þegar hann lauk þar
meistaraprófi í vísindum. Hann
lagði síðan stund á eðlisfræði við
Lundúnaháskóla, og hlaut þar
doktorsnafnbót árið 1936, tuttugu
og fjögurra ára gamall.
Hann var staddur í Chicagó
árið 1937, sennilega á leið heim
til Winnipeg, þegar hann kynnt-
ist William Harkins prófessor og
brautryðjanda á sviði kjarnorku-
visindanna,'sem starfaði þá sem
kennari í efnafræði við háskól-
ann þar. Harkins hafði orð á því,
að sig vanhagaði mjög um að-
stoðarmann við kjarnaklofnings-
tilraunir, en þó meir um fé til
að greiða honum kaup. Slotin
réðist tafarlaust til hans sem að-
stoðarmaður fyrir sama og ekk-
ert kaup, og var samstarfsmaður
hans í næstum því tvö ár.
Vegna þessa starfa síns við
Chicagóháskóla var dr. Slotin
sjálfvalinn i þann hóp, sem her-
stjórnin kvaddi saraan til að
vinna að gerð kjarnorkusprengj-
unnar með hinni ýtrustu leynd.
Hann vann um hríð að undir-
búningnum, fyrst í Chicago, síð-
an við háskólann í Indíana og
loks að Oak Ridge.
Seint á árinu 1943 fluttist dr.
Slotin svo til Los Alamos, en þá
var svo langt komið, að hin eig-
inlega smíði og samsetning fyrstu
kjarnorkusprengjunnar gat haf-
izt, og þar tók dr. Slotin nú að
gera þá tilraun, sem hann kallaðí
að „kitla drekann í sporðinn".
Þetta eru þá helztu ytri stað-
reyndir, varðandi dr. Louis
Slotin. En hvað um manninn
sjálfan — hvernig var hann 1
rauninni gerður?
„Enginn maður“, stendur í rit-
um John Donne, „er algerlega
einangruð eyja“. Louis Slotin
mun þó hafa nálgazt það flestum
öðrum fremur. Hann var úr hófi
fram hlédrægur og duiur maður.
„Hann var ákaflega glaður og
reifur maður við hvern sem var“,
sagði einn af samstarfsmönnum