Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 54
G2
nin blöðin. Þetta er liægt að sanna
á ýmsan hátt. Berum til dæmis
saman vökvatap stöngulkaktusar
við vökvatap espitrés á sama
svæði. Laufgað espitré missir sex
þúsund sinnum meira vatn en
kaktustré af sömu þyngd. En nak-
in ösp er miklu sparneytnari.
Lauflaus tré eru þannig stórum
nægjusamari á vatn — og það
hjálpar þeim til að skrimta af
jarðvegsþurrasta timabil ársins:
veturinn.
Margar plöntur visna og deyja
af vatnsskorti. Hjá þeim fer nær-
ingarvinnslan að mestu fram í
blöðunum. Eftir að blöðin eru
faliin til jarðar verður að vera
fyrir hendi næringarforði til að
standa undir nýrri laufgun. Það
hijóta því að vera veigamiklar
ástæður til þess að tré táta blöð
sin fjúka út í veður og vind.
Ef til vill er ástæðan sú, að
tegundir þessar mynda nokkurs
konar lag af hrörnuðum frumum.
Undir eins og frumur þessar hafa
myndazt, falla blöðin við minnsta
mótblástur, eins og regn, goluþyt
eða frost. Tilraunir sýna, að öfl-
ugir vaxtarhormónar inyndast í
laufinu snemma á vorin. Seinna
ÚRVAL
myndast i því móthormónar,
ethyline.
Þegar haustar, sækja móthor-
mónarnir á, og hrörnunarlagið
tekur að myndast, og endirinn
verður sá, að laufið tínist af
trénu. — Með einfaldri tilraun
er hægt að sýna fram á, að vaxt-
arhormónar geta komið í veg
fyrir lauffall.
Steinefnin i laufunum aukast
eftir því sem þau eldast. Halda
mætti, að þetta leiddi af sér
minnkandi iífsþrótt. Lauf, sem
taka til sin mikið vatn, safna
steinefnum örar, þar eð þau ber-
ast með vatninu og verða eftir,
þegar vatnið gufar burt. Þar sem
sígrænt lauf er þannig byggt, að
það er sparsamt á vatn, safnast
að sama skapi htið af steinefn-
um í því.
Starfsemi plantnanna er nauð-
synleg öllu mannlífi, með því að
þær framleiða sífellt sykur og
súrefni. Mannfóikið er gjarnt á
að gie-yma þessum mikilsverðu
sannindum, enda liggja þau ekki
alveg í augum uppi. En í þeim
mun ríkari mæli kunnum við að
meta það, sem við okkur blasir:
formfegurð og litauðgi hinna
mörgu blóma og plantna, sem i
kringum okkur þrífast.
MÁLFRÆÐIN er rökfræði tungunnar eins og rökfræðin er
málfræði skynseminnar. — Trench.