Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 137
KYNÞÁTTAVANDAMÁL
145
lifsorku og hæfileika. Þeir eru
synir og dætur náttúrunnar,
hinnar máttugu moldar. Þeir
hafa erft anda hennar og eru
verndarar hinna sönnustu verð-
mæta hennar. ÞýSingarmesta
mál manna þeirra, er aðhyllast
stefnu þessa, er samruni Indí-
ánanna viS þjóSarheildina. Þeir
láta fordæmi séra Bartolomé de
Las Casas, hins mikla brautryðj-
anda 16. aldarinnar, verða sér
til hvatningar og hve-tja til þess,
að menning Indíánanna sé rann-
sökuS og kynnt og að sérkenni
lista þeirra og jafnvel þjóðfélags-
legar erfðavenjur verði varð-
veitt. Áhugi þeirra hefur veriS
slíkur, að hann hefíir leitt til
þess, að næstum þveröfug kyn-
þáttastefna hefur skotið upp koll-
inum.
Mynd Mið- og Suður-Ameriku
verður því næsta óskýr, hvað
kynþáttavandamálin snertir. Þar
skiptast á ljós og skuggar. Það
getur enginn vafi á því leikiS,
að lausn vandamálsins er að
finna i samruna Indíánanna við
þjóðarheildina. Þetta er nú að
gerast, að því er virðist sjálf-
krafa, og það er þetta, sem Indí-
ánarnir sjálfir vilja. Almenn
mentun gæti hraðað þessari þró-
un. En árangur ráðstafana þeirra,
sem ríkisstjórnirnar gera viðvíkj-
andi Indíánunum, mun að lokum
verða kominn undir því, að viss-
ir hleypidómar verði afnumdir,
en þeir hylja oft efnahagslega og
stjórnmálalega hagsmuni og sam-
rýmast varla hinni hröðu þróun,
sem nú á sér stað í hinum fornu
landsvæðum Indíánanna.
Rafeindatæki í stað mannshjartans.
BANDARlSKUR læknir, dr. Blumberg. við Stanford rannsóknar-
stofnunina í Los Angeles í Kaliforníu, hefur spáð þvi, að Það
muni að því koma fyrr en síðar, að rafeindahjarta taki við starf-
semi sjúks mannshjarta. Hann vekur athygli á Þvi, að manns-
hjartað sé ekki annað en einföld dæla og fullyrðir, að rafeinda-
verkfræðingar geti gert og muni gera „eftirmynd" af því.
Það eru engir vankantar á þvi að smíða slíkt rafeindahjarta;
hinu er erfiðara að ráða fram úr, hvernig veita eigi því orku,
eftir að búið er að setja það í mannslikamann. Hugsanlegt væri,
að nota radíó fyrir orkugjafa eða mekaniskt tæki, sem trekkt væri
upp með öndunarvöðvunum.