Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 95
103
HtJSFREYJA ein fyrir norðan,
er þótti aðsjál í meira lagi, var
eitt sinn að steikja kleinur, er
vinriumenn hennar tvo bar þar
að. Gerði húsfreyja sér þá hægt
fyrir, tók eina kleinu og skipti
henni á milli vinnumannanna.
Varð þá öðrum þeirra að orði:
— O, þetta var nú svo sem ó-
þarfi, heillin góð.
Húsfreyjan lét ekki standa á
svari:
—- O, það er aldrei of vel gert
við góð hjú. — JÓS.
1 ALÞINGISHÚSINU eru þrjár
ljósatöflur með 60 perum, einni
fyrir hvern þingmann. Um leið og
þingmaður gengur i Alþingishúsið
er kveikt á peru, sem stendur við
nafn hans á ljósatöflunni, og
slökkt á henni, þegar þingmaður-
inn gengur út. Þingverðir lita
venjulega fyrst á ljósatöfluna, þeg-
ar gestir spyrja eftir þingmanni.
Dag nokkurn kom maður og
spurði eftir Eysteini Jónssyni fyrr-
um ráðherra. Þingvörðurinn leit
á töfluna og síðan á gestinn og
svaraði:
— Nei, það er slökkt á honum.
— Frjáls þjóð.
Á ÞEIM árum, þegar hunda-
hald var leyfilegt í Keflavík, áttu
margir hunda, og var þá sérstak-
ur maður skipaður hundahreins-
ari. Þetta var að sjálfsögðu á-
byrgðarmikil staða, og fylgdi
henni mikið starf, þar að lútandi.
1 þá daga var það siður, ef auglýsa
þurfti eitthvað, að festa auglýs-
ingar upp á vissa staði í bænum.
Eitt sinn var eftirfarandi auglýs-
ing fest upp af þáverandi embætt-
ismanni:
— Allir hundaeigendur í Kefla-
vík eru hér með alvarlega áminnt-
ir um að koma til hreinsunar
næs'tkomandi fimmtudag á sama
stað og tíma og verið hefur.
Hundahreinsarinn. -— Faxi.
KAUPMAÐUR á Austurlandi1,
danskur að ætt, talaði orðið svo
blandað mál, að hvorki gat heitið
danska né íslenzka. Gekk sumum
illa að skilja hann.
Karl einn kom eitt sinn til hans
í búðina og var að kaupa neftó-
bak. Siðan tekur karl upp tóbaks-
pung sinn og fær sér í nefið. Seg-
ir þá kaupmaður:
— Hva tarf dú nú mörg púnn
om árið, Guðmundur minn?