Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 141
BLÓÐJJG DÖGUN í MAYERLING
149
honum. Það var sótt öxi og' læs-
ingin á hurðinni brotin. Einn
niannanna fór inn.
Þegar hann kom aftur, sagði
hann hinum frá því, sem hann
hafði séð, skelfdri, hvíslandi
röddu. Vissulega voru karlmaður
og kona í rúminu inni í herberg-
inu. En þau voru bæði sofnuð
svefninum langa ....
Þetta var ungur maður með
yfirskegg, og laut líkið fram yfir
rúmstokkinn. í annarri hendinni
var skammbyssa. Maður þessi var
Rúdolf, krónprins í Austurríki.
En Austurríki var eitthvert vold-
Ugasta keisaraveldi i heiminum
um þessar mundir.
Konan lá í hnipri undir sæng-
inni, — bersýnilega kornung
stúlka, mjög fögur. Ekki vissu
þeir, hver hún var.
Þetta bar við að morgni mið-
vikudagsins 30. janúar 1889, og
jafnskjótt tóku menn að ræða um
„Mayerling-harmleikinn“.
Hvers vegna kom þetta fyrir?
Sá sem vill kryfja þessa spurn-
ingu til mergjar, verður að geta
gert greinarmun á forlögum og
frjálsum vilja. Ef Rúdolf hefði
ekki verið Rúdolf, mundi margt
vafalaust hafa farið á annan veg.
En hann var nú einu sinni Rúd-
olf.
Hann stóð á þrítugu þennan
vetrarmorgun, þegar byssukúlan
batt endi á líf hans. Hann var
einkasonur Franz Jóseps keisara,
sem réði rikjum yfir liinu fall-
valta keisaradæmi Austurríki-
Ungverjalandi, en það náði yfir
alla Mið-Evrópu frá Sviss til
Balkanskagans, og meðal þjóð-
flokkanna, sem tilheyrðu því,
voru Pólverjar og Rússar.
Þegar litið er á myndina af
Franz Jósep á frimerkjunum, —
þetta holduga andlit með bört-
unum, — fær maður á tilfinn
inguna, að hann hafi verið vin-
gjarnlegur, velhugsandi maður og
vel átt skilið titilinn „Leiðtogi
fólksins“.
En svo sýnist, sem þessu hafi
verið öðruvísi farið. Franz Jósep
var Habsborgari með öllum
þeirra göllum. Hann var yfirmað-
ur mikilla herja, en gat eytt löng-
um tima í að ákveða, hvernig átti
að koma hnöppunum fyrir á
skikkjum hermannanna. Og hann
eyddi mikilli orku í smámuni og
störf, sem fremur var hlutverk
einhverra þegna hans.
Sjálfsagt mundi hann hafa ver-
ið á réttri hillu sem smákaup-
maður. Konan hans átti til að
segja við hann, þegar sá gállinn
var á henni, að væri hann ekki
klæddur einkennisbúningnum,
liti hann út eins og skósmiður
í sparifötunum. Hann hafði góða