Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 109
ÍIIWX DULARFULLI JOMO KENYATTA
117
Skömmu síðar tóku að berast
frásagnir um nýjan félagsskap,
Mau-Mau að nafni, sem lét menn
vinna blóðeiða. Kindum og geit-
um var slátrað, síðan sneru
Kikuyumenn sér í átt til hins
helga Kenyafjalls og sóru þess
lieit, að reka hina hvítu í hafið.
Athafnirnar, sem tengdar voru
eiðtökunni, urðu sífellt siðlaus-
ari. Mannakjötsát og afbrigðileg
kynmök tóku að eig'a sér stað við
athafnir þessar, sem voru jafnan
um miðnæturskeið.
Meðan á þessu stóð, hélt Keny-
atta kyrru fyrir á heimili sínu i
Nairobi án þess að láta álit sitt
í Ijós. Þar las hann verk
Nietzsches og Schopenhauers.
Yfir húsi hans blakti fáni upp-
reisnarhreyfingar hans, stjórn-
málahreyfingar, sem nefnist
„Kenya African Union“ (Hið
Afriska Samband Kenya), en fáni
sá ber svartan lit, sem táknar
Afríku, rauðan, sem táknar, að
blóð hins innlenda Afríkumanns
ber sama lit og allra annarra
manna, og grænan sem tákn um
frjósemi hásléttanna í Kenya.
Brezkir embættismenn kröfðust
þess tíðum, að hann fordæmdi
hina vaxandi Mau-Mau-hreyf-
ingu. En Kenyatta svaraði þessu
með því að koma með gagnkröf-
ur um stjórnmálalegar endurbæt-
ur og, þegar þeim var neitað,
sagði hann, er hann stóð frammi
fyrir þúsundum Kikuyumanna,
sem hylltu liann: „Mau-Mau-
hreyfingin, hvers konar fyrir-
brigði er það nú? Ég hef aldrei
heyrt hana nefnda.“ Við annað
lækifæri sagði hann á fjölda-
fundi: „Landið er okkar eign.
Verið ekki hrædd við að úthella
blóði ykkar til þess að ná landinu
aftur.“
Það fór allt í bál haustið 1952.
Hvítir landnemar voru myrtir
ásamt fjölskyldum sínum, oft var
fólkið brytjað í spað með „mac-
hetum“, högghnífum með breiðu
blaði. Skorði var á hnésbótarsin-
ar nautgripa hinna hvítu land-
nema og nautgripirnir lemstraðir
á annan hátt. Að nóttu til lýstist
himinninn yfir Kikuyulandi af
eldum frá brennandi kofum
þeirra Kikuyumanna, sem neit-
uðu að styðja hina villimannlegu
hreyfingu, en það voru einkum
hinir kristnu þeirra.
Landnemarnir vopnuðust,
brezkir herflokkar voru fluttir
til landsins með flugvélum. Mau-
Mau-mennirnir hörfuðu lengra
inn í veglausa skóga, og brátt var
ei annað eftir en að elta þá uppi.
I eðli sínu var Mau-Mau-hreyf-
ingin uppreisn, sem var gegnsýrð
af andúð gegn hvítum mönnum.
En samt myrtu hermdarverka-
mennirnir innan við 100 Evrópu-