Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 123
í FÓTSPOR SHERIOCIÍ HOLMES
Ofbeldisseggir, ákafir í að gera
ríkisstjórninni allt til miska,
frömdu hvert morðið eftir ann-
að. Hvað eftir annað voru opin-
berir sendimenn Breta og Egypta
skotnir á götum úti í Cairo. Síðan
hurfu tilræðismennirnir í mann-
þröngina. Lögregluna brast nægi-
leg sönnunargögn til að hand-
taka þá grunuðu.
En nú kom Smith til skjalanna
og rannsakaði kúlurnar, sem
hann tók úr líkunum svo og
skothylkin, sem lögreglan fann á
tilræðisstaðnum. Hann uppgötv-
aði, að kúlurnar sem notaðar
voru í hverju tilræðinu eftir
öðru, komu úr sömu byssunum:
„Browning“- og „Mauser“-sex-
hiej'pum af sömu hlaupvídd.
„Ef þú getur haft upp á þess-
um byssum“, sagði hann við yfir-
mann sinn, „skal ég sanna, að
kúlurnar sem morðin voru fram-
in með, komu úr þessum byss-
um. Það er ég sannfærður um“.
Svo bar til einn þungbúinn
nóvembermorgun árið 1924, að
Smith fékk i hendur mál, sem
sannaði fullyrðingar hans og
gerði hann að frægum manni þeg-
ar i stað. Sir Lee Stack Pasha,
brezki hershöfðinginn í Súdan,
var í bíl sínum á leiðinni frá
störfum sínum, þegar tveir menn
komu skyndilega upp að hiið bíls-
131
ins og létu skotin dynja á hers^
höfðingjanum.
Daginn eftir dó Stack Pasha af
sárum sínum, og eftir skamma
stund voru byssukúlurnar úr lík-
inu komnar á rannsóknarborð
Sir Sydneys. Hann komst að
þeirri niðurstöðu, að þær væru
af sömu tegund og þær, sem
notaðar höfðu verið við fyrri
morð.
Lögreglan grennslaðist fyrir
hjá þeim mönnum, sem helzt
mátti gruna, en engar byssur
fundust fyrst í stað. En eins og
svo oft kom tilviljunin til lijálp-
ar. Eitt sinn þegar lögreglumað-
ur einn var að vfirheyra tvo
bræður, hrasaði hann um körfu,
fulla af döðium. Iíarfan valt um
koll, og í Ijós kom, að á botni
hennar höfðu verið faldar tvær
sexhleypur.
Sir Sydney fékk þessar byss-
ur í hendurnar og skaut af ann-
arri þeirra í úttroðinn poka af
ull. Síðan rannsakaði hann kúl-
urnar undir smásjá og' gerði á
þeim ýms próf. Eftir það leit
hann til lögreglumannanna og
mælti: „Herrar mínir, þetta er
byssan sem Stack Pasha var
drepinn með“.
Fyrir réttinum spurði málflutn-
ingsmaðurinn Smith: „Getið þér
fullyrt, að einmitt þessi byssa hafi
verið notuð við tilræðið?“