Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 157
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
165
Og loks dag nokkurn í sept-
ember 622 sté Abu Bekr út úr
tjaldi sínu á aðalmarkaðstorg-
inu i Medina og hrópaði til mann-
fjöldans:
— Hlýðið á, ó bræður, Mú-
hammeð er meðal vor!
Allir námu staðar. Abu Bekr
breiddi út faðminn og sagði: —
Allir þið, sem trúið á hinn sanna
guð, við ætlum að setjast að í
Medína. Múhammeð, sendiboði
Allah er í borg yðar!
Ættarhöfðingjarnir kepptust
um að bjóðast til að hýsa spá-
manninn en Abu Bekr sagði, að
Múhammeð vildi ekki gera upp
á milli þeirra og þar af leiðandi
ætlaði hann að slá tjöldum sín-
um þar, sem Allah benti honum
á. Hann hefði leyst úlfalda sinn
og þar, sem hann stanzaði, ætlaði
hann að byggja sér lítið hús. Og
þar hjá ætti að vera ræðustóll,
sem hann stígi í er hann ávarpaði
lýðinn.
Þessi staður var nefndur
„Moskan" og höfðingjar Araba
fóru þang'að undir leiðsögn Abu
Bekr.
Þeir sáu lágvaxinn mann, þrek-
inn, bjartan á hörund, en augu
hans voru slík, sem þeir höfðu
eigi áður séð. Það var, sem eld-
ur brynni úr þeim og allir urðu
að líta undan. Múhammeð talaði
og rödd hans gerði ættarhöfð-
ingjana forviða. Siik rödd hafði
þá ekki dreymt um að komið gæti
úr mannlegum barka. Hún var í
senn nístandi og aðlaðandi. Þetta
var rödd spámanns. Hann hvatti
alla Araba til þess að trúa á
Allah, hinn eina sanna guð, sem
hafði opinberað sig honum. Hann
hæddi andstæðinga trúarinnar og
boðaði Mekkabúum refsingu,
en þeir ofsóttu lærisveina hans
og höfðu neytt marga þeirra til
þess að flýja til Afríku.
í Medina kepptust menn um að
vera sem næst Múhammeð, sendi-
boða guðs. Menn færðu honum
peninga og verðmæti. En til sig-
urs kenninga hans þurfti meira.
Þetta var á miðöldum hinna
nálægari Austurlanda. Fjöldi á-
hangenda Múhammeðs fór stöð-
ugt vaxandi og til þess að ekkert
skorti, varð að útvega fé og vistir.
Það varð ekki horft svo mjög í
meðulin.
Abu Bekr tókst loks að sann-
færa Múhammeð.
— Við verðum að fara að dæini
hirðingjanna, ella er úti um okk-
ur. Við verðum að ráðast á
kaupmannalestirnar, berjast eft-
ir hinum viðteknu reglum, skipta
fengnum og fá lausnargjald fyrir
fangana.
Kaupmannalestirnar frá Mekka
fóru rétt hjá Medina. Það var ekki
nema réttlát hefnd að ráðast á