Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 64
72
ÚR VAL
sína. Það taldi hann skyldu
hvers manns, sjálfs sín vegna og
þess máls er þar ætti hlut að.
Ef þú heldur að þessi félags-
hreyfing, stefna eða skoðun, sé
ekki þess verð að þú kynnir þér
cðli hennar, þá áttu ekki að ljá
henni fylgi þitt, en þegar þú hef-
ur kynnt þér eðli hennar og til-
gang, þá veiztu hvort hún hæfir
þér og þá verður framlag þitt já-
kvætt, fyrir sjálfan þig og það
sem unnið er fyrir.
Jón Árnason var sannfærður
um framhaldslíf og jafnviss var
hann um fortilveru, þ. e. að við
liefðúm lifað fyrri jarðvist. Hann
leit á þessa jarðvist sem litla
dvöl, stutta kennslustund í fram-
vindu lífsins á leið okkar til auk-
ins vaxtar, siðferðilegs þroska og
mannbetrunar eftir þeim óhagg-
anlegu réttlætislögmálum er ríkja
í tilverunni, studd af viðleitni
okkar til sjálfsþroska eða hindruð
af sinnuleysi okkar eða neikvæð-
um lífsviðhorfum. Hann vissi að
við eigum eilíft líf fyrir höndum.
Það líf á ekki að vera athafna-
laus kyrrstaða, heldur barátta,
töp og' sigrar. Fegurð þess lífs
og gagnsemi sjálfum okkur til
handa ræðst af breytni sérhvers
inanns eftir óhagg'anlegu lögmáli
orsaH.a og afleiðinga.
Skoðun hans var, að grundvall-
arskilyrði til sálræns og siðferði-
legs þroska, væri, að einstakling-
urinn sé ætíð fær um að leggja
vitrænt mat á orð sín og athafnir.
Meðan einstaklingurinn teldi það
ekki skyldu sína að vera siðferði-
lega ábyrg'ur allra orða sinna og
gerða, hefði hann ekki í alvöru
stigið það spor í átt til sjálfstamn-
ingar og þroska er gerði hann
farveg þeirra afla er stefna til
frelsis og fullkomnunar. Þess
vegna meðal annars, yrði ein-
staklingurinn ætíð að vera alls-
gáður og fullkomlega meðvitandi
um orð sín og athafnir. Alger
bindindissemi einstaklingsins var
fyrir Jóni Arnasyni fyrst og
frerpst siðferðilegt og því næst
þjóðhagslegt spursmál, eins og er
fyrir mörgum þeim, er af alvöru
og umhugsun hafa unnið að þeim
málum, — en fyrst og fremst var
hann einlægur og heilhuga bar-
áttufélagi fyrir alhliða þroslca
einstaklingsins til uppbyggingar
siðrænu allsgáðu þjóðfélagi þar
sem einstaklingurinn fyndi hvöt
til að þjálfa sig til góðra verka í
þágu samfélagsins.
Jón Árnason dáði hina vits-
munalegu alheimsorku sem við
nefnum guð. Guðdómurinn var
honum raunveruleiki, orkugjafi,
miðlari óendanlegs lærdóms og
þroska þeim er með athöfn sinni
og breytni opnuðu honum far-
veg. Hann átti sterka sannfæringu