Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 118
126
Ú R VA L
hafa komiS frá Grikklandi um
það, aS rannsóknir verði gerðar
á fornaldarskipum við grísku
eyjarnar, en talið er, að á hafs-
botni þar séu margir munir fald-
ir, sem mjög séu markverðir.
Hið forna letur á Páskaey.
ÞAÐ er fleira merkilegt við Páskaey en hinar risavöxnu manna-
myndir. Þar hefur varðveitzt fornt letur algerlega sérstætt og
eina letrið, sem upprunnið er hjá hinum fornu Polýnesum. Kunn-
átta i að lesa þetta letur fór forgörðum á síðustu öld, er frum-
byggjar eyjarinnar dóu út eða hurfu inn í aðkomufólkið. Nú eru
fræðimenn sem óðast að glíma við að ráða rúnirnar. Letur þetta
var rist á fjalir með hníf eða hákarlstönn. Mikið hefur ritmálið
verið notað í sambandi við trúarathafnir og helgiþulur. Þetta er
myndletur, sem á að lesa frá vinstri til hægri. Önnur hver lína
er á hvolfi, og þess vegna er fjölinni snúið við í hvert sinn er
byrjað er á nýrri línu. — National Geographic.
/------------------
Vandaðu mál þitt
''N
J
1. lími: ákafi, viðloðun, vöndur,
vinna.
2. kreika: hrjóta, staulast áfram,
raupa, vikja.
3. sámleitur: kámugur, reiðileg-
ur, búlduleitur, dökkur yfir-
litum.
4. munda: taka, muna, miða,
höggva.
5. hauöur: gras, land, eyðibýli,
haf.
6. teiti: gleði, stríðni, vinning-
ur, vöntun.
7. ncefur: skinn, rjáfur, þunn-
ildi, börkur.
8. oggþóga: róa, fljúgast á,
skamma, þvo.
9. dreissugur: hæðinn, hroka-
fullur, háll, lipur.
10. birkja: gróðursetja, flá, brytja,
smíða.
Svör á bls. 181.