Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 165
173
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
Nótt eina liafði hún reikað út
fyrir tjaldbúðirnar er hún var
á ferðalagi. Var hún að leita að
kjólturakka sínnm. Um nóttina
lagði lestin af stað, og var tjald-
inu lyft á úlfaldann, þar eð burð-
arrnennirnir tóku ekki eftir, hvort
hún væri í því eða ekki. Neyddist
hún til þess að sofa undir berum
himni, og beið þess að hennar
væri leitað. Litlu síðar kom ung-
ur og fallegur hermaður, Sawan
að nafni, en hann var talsvert á
eftir hernum. Aiclia sagði, að
hann hefði ávarpað sig og spurt
hvers vegna hún væri eftir, en
hún svaraði ekki. Hann bað hana
að stíga á bak úlfalda, en gekk
sjálfur. Þau náðu ekki aðalhern-
um fyrr en um morguninn.
Þegar í stað komust ýmsar
slúðursögur á kreik. Það mátti
ekki gruna eiginkonu spámanns-
ins um neitt ósiðlegt. En þar eð
Arabar telja, að kynin dragist
ómótstæðilega hvort að öðru, þá
var varlá hægt að trúa öðru, en
ungur maður og kona ein á ferð
hlytu að hafa misst vald á sér.
Hinar konurnar, ættingjar þeirra
og fylgismenn breiddu út alls
kyns sögur. Skáldið Hassan orti
háðvísur um hina ungu konu.
Það lá við bardaga milli fylgis-
manna Abu Bekr og andstæðinga
lians.
Aldrei hafði Múhammeð lent í
jafnmiklum vandræðum. Hin
barnunga eiginkona hans var
honum kærari en flest annað.
Kannski var það veg'na þess, að
hann hafði þekkt hana frá fæð-
ingu. Kannski vegna þess, að fað-
ir hennar var öflugasti og trygg-
asti fylgismaður hans og hafði
alið dóttur sína upp í brennandi
trú á málstað spámannsins.
Aicha var óvenju gáfuð, fróðleiks-
fús og hugrökk. Aldrei hafði hún
kvartað yfir erfiðleikunum á
herförum eða ferðalögum. Ef til
vill vakti þetta barn bæði ást
og föðurlega umhyggju í brjósti
Múhammeðs. Og ef hann hrekti
Aicha frá sér, kostaði það einnig
brottför Abu Bekr, fyrsta læri-
sveinsins.
En i fyrsta sinn kenndi spá-
maðurinn tilfinningar, sem hann
hafði áður talið hlæg'ilega og ó-
karlmanntega, — afbrýðiseminn-
ar. Hafði kona lians dválið heila
nótt með ungum manni án þess
að nokkuð gerðist?
I þrjár vikur vissi aðalpersón
an i þessu öllu saman ekki neitt.
Maður hennar hafði sent hana
til föður hennar. Loks heyrði
hún orðasveiminn. Hún kvaðst
hafa grátið alla nóttina í örvingl-
an. Múhammeð kom til hennar og
sagði: — Segðu að þú iðrist!
— Hvers á ég að iðrast, svaraði