Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 51
<$>----------------------------------------------«>
Hljómur klukknanna sigraði
ÁSKADAGSMORGUNN
rann upp yfir Feldkirch,
litið fjaliaþorp rétt innan við
vesturlandamæri Austurríkis.
Þetta var árið 1799. Þegar
þorpsbúar vöknuðu, urðu þeir
þess áskynja sér til mikillar
skelfingar, að franskur her var
kominn að útjöðrum þorps-
landsins grár fyir jár'num.
Fyrirmenn þorpsins skutu
þegar á fundi. Nokkrum vik-
um áður hafði her Napoleons
reynt að taka þorpið, en orðið
frá að hverfa. Nú voru þeir
komnir með rnikinn liðsauka.
Þorpið var mikilvægt, því að
frá því mátti ráða yfir leiðinni
yfir Arlbergskarð, leiðinni inn
í hjarta Austurríkis.
Nú voru góð ráð dýr. Feld-
kirch gat ekki staðizt þessum
öfluga her snúning. Áttu þeir
nú að draga hvíta fánann að
hún og gefast upp fyrir óvin-
unum þennan páskadagsmorg-
un ?
En þá tók yfirprestui’inn til
orða:
— Þetta er páskadagur,
sagði hann, skjálfandi röddu.
Við höfum verið að kanna mátt
vorn, og máttur vor kemur frá
guði. Þetta er uppiíisudagur
drottins vors. Vér þurfum að
eiga eina sigurstund. Látum
því að minnsta kosti hringja
klukkum. E’f borgin fellur, þá
fellur hún. En fyrst látum vér
hringja öllum klukkum í til-
efni páskanna.
Brátt bárust öflugir klukkna-
hljómarnir frá fjórum kirkju-
turnum út í svalt morgunloft-
ið. Hæðirnar og dalirnir kváðu
við af bergmálinu. Og niðri í
dalnum, þar sem franski her-
inn var að koma sér fyrir, ríkti
mikil undrun. Masséna hers-
höfðingi Frakkanná, sem réði
yfir 18 þúsund manna liði,
krafði menn sína sagna um,
hvernig stæði á þessari klukkna
hringingu í Feldkirch. Hvað
rún ætti að þýða.
Menn hans athuguðu málið.
— Jú, austurríski herinn
hiýtur að hafa komið í nótt til
að leysa borgina úr umsátri.
Við getum ekki lagt í þá tví-
sýnu að reyna að taka hæðina.
Það gæti orðið dýrt.
Hershöfðinginn féllst á þetta
sjónarmið, og gaf skipun um
að fella tjöld. Áður en klukkna-
hljómurinn var dáinn út, voru
Frakkar horfnir frá.
Sögurit herma aðeins, að á-
hlaupi Frakka á Feldkirch
hefði verið „hrundið“. En þjóð-
sagan um þennan atburð er
litríkari. Hún — sú saga, sem
hér er sögð — skýrir frá því,
hvernig páskaklukkurnar forð-
uðu kyrrlátu fjallaþorpi undan
brandi Napoleons.
59
Coronet.