Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 34
42
ÚR VAL
Eflaust má að nokkru leyti finna
svarið í þeirri freistingu, sem
áhættan var jafnan dr. Slotin -—
maður, sem þannig er gerður,
freistast alltaf til að ganga of
langt og storka hættunni. En
nokkurn hluta svarsins má að
öllum líkindum finna i þeirri
staðreynd, að dr. Slotin, sem nú
var þrjátíu og fjögurra ára að
aldri, var þegar tekinn að gerast
gamall í hettunni sem visinda-
maður.
Siotin hafði menntazt og þjálf-
azt sem vísindamaður á árunum
kringum 1930, eða fyrir þann tíma
er heilar þjóðir áttu líf sitt og
tilveru undir kunnáttu og hæfni
hans og starfsbræðra hans.
Á þeim árum, sem hann stund-
aði nám sitt, komust vísindamenn
upp á lag með að framlcvæma
tilraunir sínar með þeim tækj-
um, sem voru hendi næst —
jafnvel venjulegu skrúfjárni, væri
ekki öðru til að dreifa. Þessa
garpslegu venju héldu þeir svo
í heiðri eftir að þeir höfðu verið
kallaðir til starfa í rannsókna-
stöðvum, þar sem þeim var séð
fyrir öllum fullkomnustu tækjum
og ekkert til sparað, og menn eins
og Slotin, töldu sér það nokkurn
metnað að umgangast hin dular-
fullu og lítt þekktu reginöfl, rétt
eins og hvert annað hversdags-
legt viðfangsefni. Eftir að Harry
Daglian lézt, var til dæmis smíð-
að öryggistæki nokkurt, sem ýtti
hálfkúlunum hvorri frá annarri
með sjálfvirku fjaðurmagni um
leið og keðjuverkunin fór yfir
hættumarkið. Dr. Slotin vildi
aldrei nota það tæki. Hann kvaðst
hafa „hættumarkið á tilfinning-
unni“, auk þess sem hann hélt
því fram, að slysahættan beinlín-
is ykist, um leið og þessi tilfinn-
ing væri útilokuð, en allt ylti á
því hvort öryggistækið starfaði
eins og til væri ætlazt.
Það er engum vafa bundið hvað
gerðist þennan maídag, eða hve-
nær það gerðist. Pappírsræman
úr „neutronuverðinum" er til frá-
sagnar um það. Rauða línan
hækkar sig stöðugt að sama skapi
og geislavirknin eykst að styrk
við það að hálfkúlurnar nálgast
hvora aðra.
Klukkan 19.30 hverfur rauða
línan gersamlega. Á þeirri sömu
mínútu varð geislavirknin sem
sagt svo sterk, að hún fór yfir
mælanleg mörk á tækinu.
Aftur á móti veit enginn með
vissu hvernig eða hvers vegna
það gerðist, Slotin var ekki einu
sinni sjálfur viss um það. Til-
rauninni átti að vera því sem
næst lokið — tilfærslan, sem eft-
ir var, nam innan við einn átt-
unda úr þumlungi. Einn hinna
viðstöddu segir, að þá hafi verið