Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 107
HINN DULARFULLI JOMO KENYATTA
115
Hann varð skrifstofumaður á rik-
isstjórnarskrifstofu, siðar starf-
aði hann við að lesa af mælum
í borginni. Hann var töluverður
spjátrungur í þá daga, honum
þótti gamah að dansa, og hann
naut vinsælda meðal kvenna, þá
sem nú. Hann tók upp nýtt ættar-
nafn, Kenyatta, en á Kikuyumáli
táknar það perlusaumuð belti,
sem hann bar jafnan. Og síðar
lagði hann niður sitt kristna
skírnarnafn og tók sér nafnið
Jomo — „Brennandi Spjót“.
Kynþáttadeilur voru jafnvel
þá þegar orðnar miklar í Kenya.
Það voru innan við 10.000 hvitir
landnemar meðal svörtu millj-
ónanna, en samt trúðu hinir hvítu
fast á rétt sinn til þess að stjórna
landinu. Þungir skattar voru
lagðir á hina innlendu Afríkubúa
til þess að fá þá til þess að yfir-
gefa þorp ættflokkanna og vinna
fyrir hvitu bændurna, venjulega
gegn launum, sem vart dugðu
fyrir daglegu viðurværi. Og síð-
an var hinum svörtu ekki leyft
að rækta kaffi né annað, sem
hafði góða markaðsmöguleika, til
þess að tryggja það, að fáir yrðu
eftir í þorpum innlendra.
Hálfmenntuðum piltum frá trú-
boðsstöðvunum, svo sem Keny-
atta, var fyrst og fremst illa við
mismunun kynþáttanna. Hinum
svörtu voru fengin hin lökustu
störf, þeir máttu ekki sækja
gistiliús, veitingahús né klúbba
hinna hvítu. Mörgum árum síðar
skrifaði Kenyatta: „í hinni gömlu
þjóðfélagsskipun Afríku með öll-
um þeim göllum, sem álitnir eru
hafa fylgt henni, var hver maður
þó mannieg vera. En nú eru hinir
svörtu sem hross, sem halda að-
eins i þá átt, sem reiðmaðurinn
beinir þeim í með því að kippa
í taumana.“
Það er gott dæmi um gáfur
Kikuyumanna, að á þriðja tugi
aldar þessarar, aðe-ins nokkrum
áratugum eftir komu hvítu mann-
anna til landsins, höfðu Kikuyu-
menn þegar komið á laggirnar
stjórnmálahreyfingu að vestræn-
um hætti. Kenyatta komst þar
skjótt til áhrifa, og brátt var
hann farinn að gefa út dagbiað
á máli Kikuyumanna. Síðan hélt
hann til Lundúna ásamt félaga
sínum til þess að leggja kvartanir
og kærur þjóðar sinnar beint
fyrir brezku stjórnina.
En stjórnin lét ekki þessa tvo
„spjátrunga frá nýlendunum“
hafa nein áhrif á sig. Kenyatta
hallaðist þvi vonsvikinn á sveif
með brezkum kommúnistum og
fylgifiskum þeirra, sem buðu
hann velkominn. Um thna bjó
hann i sömu íbúð og Paul Robe-
son, bandaríski negrasöngvarinn.
Hann heimsótti tvisvar Sovétrik-