Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 63
ÓGLEYMANLEGUfí MAÐUfí
71
Snemma á árum GuSspekifé-
lagsins gerðist hann guðspeki-
nemi. Var hann um langt skeið
mikill áhuga- og áhrifamaður í
þeim félagsskap og um árabil for-
maður Reykjavíkurstúku Guð-
spekifélagsins.
Jón Arnason gekk fyrstur hér-
lendra manna i Reglu Co-Frí-
múrara, flutti hana til landsins
og var yfirmaður hennar í röska
fjóra áratugi. Siðar varð hann
aðaistofnandi Regiu musteris-
riddara hérlendis og veitti henni
forstöðu fram á síðustu ár. Sex
utanferðir fór hann um ævina
í þágu þessara hugðarefna sinna.
Hann lét eftir sig fjölda prent-
aðra greina og ritgerða. I þau
tólf ár er hann var ritstjóri
Templarans, var blaðið skrifað af
iionum að meginþætti. í Ganglera
skrifaði hann allmargt ritgerða.
Þá skrifaði hann margar greinar
í vikublaðið Fálkann, auk þess að
þar birtust um árabii stjörnu-
spár er hann samdi. Lítið sýnis-
horn af ritgerðum Jóns var birt
i riti er gefið var út á áttræðis-
afmæli hans.
Það sem Iiér er að framan sagt,
leiðir í grun, að um engan hvers-
dagsmann iiafi hér verið að ræða,
en þó er þetta einungis ófullkom-
in umgjörð en þó nauðsynieg um
mynd hans.
Jón Árnason var hár vexti og
herðabreiður, karlmannlegur og
einarður, festa og reisn í fasi.
Fáiátur við fyrstu kynni, en hisp-
urslaus. Gagnorður og beinskeytt-
ur í umræðum, eldfljótur í svör-
um, — enginn viðhlæjandi manna
án tilefnis. Ýmsir héldu, að hann
væri ailur upp í skýjunum og
lítt viðmælandi um almenn efni,
en það var alger misskilning-
ur. Hann var flestum mönnum
raunsærri og rökvissari um þá
hluti er hann hafði kynnt sér og
hann hafði áhuga fyrir margvís-
legum þjóðhagslegum málefnum.
Rökvísi hans i þessum efnum var
afleiðing þess þáttar í skapge-rð
hans, að kynna sér sem gerzt
það er hann hafði einhvern áhuga
fyrir. Ef rætt var um málefni eða
stefnu er hann hafði ekki kynnt
sér og þar af leiðandi ekki skap-
að sér skoðun á, sagði hann
gjarnan, „ég veit það ekki, ég
hef ekki kynnt mér það“. Hann
var frjálslyndur i stjórnmála-
skoðun, en hvergi flokksbundinn.
IV.
Einkunnarorð Jóns Árnasonar
vil ég segja að hafi verið framar
öllu öðru, hin alkunnu forngrísku
spekiorð: „Þekktu sjáifan þig“.
Að brjóta hlutina tii mergjar, var
honum nautn. Að þekkja til ger-
legrar hlitar það er hann hafði
afskipti af, taldi hann skyldu