Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 175
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTÍ TÍU KONUR
183
sendiboði. Og hvort, sem hann
deyr eSa verður drepinn, þá
fylgið fordæmi hans.
Hinir trúuSu báðu Abu Bekr
að gerast eftirmann Múhammeðs.
Hann var nefndur kalífi.
Þannig lifði Múhammeð, flók-
inn og fullur af mótsögnum, í
senn tvöfaldur cig einlægur, mild-
ur og grimmur. Hann bjó yfir
krafti, sem kom róti á heim allan.
13 öldum eftir dauða hans veldur
boðskapur hans enn umbrotum
og veltir heilum heimsálfum.
♦
Um mæður, sem reykja.
Rannsóknum á nikótíni í mjólk reykjandi mæSra ber illa sam-
an. Sumir visindamenn finna lítið sem ekkert nikótín i mjólk-
inni. En nýlega hafa tveir sænskir læknar, Ragnar Berfenstam
og Bo Bille, fundið hálft mg nikótíns i hverjum lítra mjólkur hjá
konum, sem reykja mikið. Hjá ungbarni getur þetta magn valdið
eitrunareinkennum.
Við reykingar myndast kolsýrlingur, sem er mjög eitruð loft-
tegund, svo sem kunnugt er. Hann bindur blóðrauðann og hindrar
Þannig súrefnistöku blóðsins og veldur köfnun, ef mikil brögð
eru að. Einar tvær sígarettur framleiða nægilegt magn kolsýr-
lings til að binda 10% blóðrauðans, en við 16—20% koma fram
eitrunareinkenni. Kolsýrlingurinn fer óhindraður gegnum fylgju
og inn í blóð fóstursins og veldur þar sams konar skemmdum og
hjá móðurinni. —• Heilsuvernd.
♦
ÁVEITUMENN veita vatni. Örvasmiðurinn gerir ör sína beina.
Smiðir höggva til viðinn. Hinir vitru móta sjálfa sig. —• Búddha.
♦
1 ÆSKUNNI lærum við, í ellinni skiljum við.
— Marie Ebner-Eschenbach.
♦
HE'IMURINN er fögur bók, en gagnslítil þeim, sem ekki kann
að lesa hana. — Goldoni.