Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 81
HVAÐ GERIST ÞEGAR ÞÚ REIÐIST?
Kvenraenn reiðast oftast um helg-
ar og í leyfum, og venjulega er
hað eitthvert fólk eða spilling
í einhverri mynd, sem reiði þeirra
veldur.
Skapbræði er smitandi. Sé ein-
hver maður skapbráður, munu
börn hans líklega verða það einn-
ig. Annað hvort eru þau ósjálf-
89
rátt að líkja efíir honum eða það
er um sjálfsvörn að ræða.
Þér hættir minnst til að reið-
ast á aldrinum 10 til 25 ára. Síð-
an hættir þér stöðugt meira til
að reiðast, þangað til slíkt nær
hámarki um fertugt, sem stendur
til sextugs. Síðan róastu að nýju
eftir sextugt.
Ný fruirtöreind — Omega Meson — fundin.
ÞEGAR kjarnar eða atóm venjulegs efnis eru klofin með orku
frá aflmiklum kjarnaklofum, svo sem bevatronum og syklotron-
um, verða eftir smáar og að því er virðist óskiptanlegar agnir.
Við rannsóknarstörf undanfarinna ára hefur komið fram æ meiri
fjöldi slikra agna, sem nefndar eru frumöreindir, vegna Þess að
þær virðast ósamsettar. Nevtróna, prótóna, elektróna og fótóna
eru meðal þekktari frumöreinda. Fjöldi þeirra er nú orðinn 30, og
er þeim skipt niður í 20 undirflokka eða fjölskyldur.
Síðasta frumöreindin, sem vitað er að fundizt hefur, er svo-
nefnd omega meson. Það voru visindamenn við geislarannsóknar-
stöð Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum, Lawrence Radiation
Laboratory, sem fundu hana. Hún vegur 1,540 sinnum meir en
elektróna og hefur það sameiginlegt með nevtrónu, að hún hefur
enga rafhleðslu. Æviskeið hennar er aðeins örlítið brot úr millj-
ónasta hluta úr sekúndu.
Enskar stúlkur erfiðar.
ÞAÐ er slæmt að fást við enskar stúlkur. Þær írsku eru þó
bærilegar. Ef maður slær írskri stúlku gullhamra, segir hún bara:
„Hættu þessu“. En ensk stúlka verður náföl og stynur með erf-
iðismunum: „Ég vona bara þú meinir þetta“. Og það ætlar stund-
um að ganga bölvanlega að fá þær til að trúa því, að það geri
maður auðvitað ekki. — G. B. Shaw.