Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 71
LOFTIÐ
manneskjur, sem sýkzt höfðu
þessa umræddu daga.
Þann 27. október gerðist and-
rúmsloftið yfir Donora „kyrr-
stætt“ og þoka lagðist yfir borg-
ina og nágrennið. Einnig þar var
starfið í öllum iðjuverum og
verksmiðjum í fullum gangi, en
þarna eru stálsmiðjur miklar og
zinkvinnslustöðvar.
Að kvöldi þess 31. október
breyttist veður og tók þá að
rigna, en þá höfðu 5.910 mann-
eskjur, eða um 43% allra borgar-
búa og þeirra, sem heima áttu í
næsta nágrenni, sýkzt af völdum
lofteitrunar. Einkenni sýkingar-
innar voru þau sömu og i Meuse-
dalnum, erting í öndunarfærum
og augum og þroti í slímhimnum
eða alvarleg bólga.
Þegar var hafin nákvæm rann-
sókn á vegum heilbrigðismála-
stjórnarinnar á þessu fyrirbæri.
Fimmtán létust á þriðja degi, og
voru hinir látnu allir á aldrinum
52—84 ára. Rannsókn leiddi í Ijós
að allir þeir, sem létust eða sýkt-
ust mjög alvarlega, gengu með
einhverja veilu í öndunar- eða
æðakerfinu.
Ekki tókst að ákveða hvaða
loftspillingarefni ættu sök á þess-
um dauðsföllum; rannsóknin
leiddi i ljós að þar var að minnsta
kosti um tvö mismunandi efni að
ræða — og að brennisteinssýring-
79
urinn var annað þeirra eða eitt
af þeim.
Lofteitrunin í Lundúnum
Segja má að það hafi verið all-
ur almenningur í Lundúnum, sem
mátti sjálfum sér — að minnsta
kosti óbeinlínis — um það kenna
hvernig fór þar. Þeir héldu áfram
að brenna kolum í opnum eld-
stæðum í húsum sínum, eins og
ekkert hefði í skorizt, eftir að
kyrrstæð þoka lagðist yfir borg'-
ina, þann 5. des. 1952, og gerðist
brátt svo myrk af völdum kola-
reyksins, að ekki sá handa skil.
Áður en dægur var liðið hafði
fjöldi Lundúnabúa sýkzt af þrota
í öndunarfærum, og þann 9. des.,
þegar þokunni létti, höfðu um
4000 manns veikzt alvarlega.
Rannsókn leiddi í ijós þá ó-
vefengjanlegu staðreynd, að eitur-
efni í þokunni hefðu valdið sýk-
ingu í slimhúð öndunarfæra, er
lífshættuleg mætti teljast því
fólki, sem áður hefði verið veilt
á öndunarfærum eða æðakerfi.
Enska nýyrðið „smog“ var
myndað á Bretlandi fyrir fyrri
heimsstyrjöld, úr orðunum
„smoke“ —- reykur — og „fog“
— þoka. Það er nú notað sem
heiti á fyrirbæri af völdum loft-
mengunar yfir Los Angeles, en
um tuttugu ár eru síðan þess tók
að gæta þar fyrir alvöru. En þetta