Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 23
HAFÐU HLJÓTT!
31
tillit til tauga náungans. Og árið
1963 á þessi hljóðdeyfimenning
að vera komin svo langt, að öll
sorpílát i borginni eiga að vera
með loki, sem ekki skröltir i.
Fleiri borgir í Evrópu hafa
gripið til ýmissa ráða gegn há-
reysti daglega lífsins. Víða í
Þýzlcalandi er Jögregluþjónum
fyrirskipað að kæra það fólk, sem
hefur útvarpstæki sín svo hátt
stillt, að í þeim heyrist að ráði
fyrir utan húsin. Árið 1960 voru
þau lög sett í Engiandi, að kæra
á hendur eiganda undirrituð af
þrem manneskjum var tekin gild,
ef kvartað var yfir óþægilegum
og ónauðsynlegum hávaða, eins
og breimi í ketti eða glamri í lé-
legri garðsláttuvéi. Sérstaklega
hefur verið gerð hörð hríð að
mótorhjólum af ýmsum tegund-
um, enda eru fretir þeirra með
hvimleiðustu fyrirbærum. í
nokkrum borgum hefur verið lagt
blátt bann við, að vélknúin hjól
séu hreyfð að næturlagi.
Sú var tíðin, að samfélögin
vildu hafa flugvelli sem næst sér,
en nú þykja flugvellir plága vegna
hávaðans, sem fylgir þeim. Enda
þótt óhugsandi verði að telja, að
hægt sé að smíða hljóðlausa þotu,
hefur flugvélaiðnaðurinn eytt
50 milljónum dala í að nálgast
þetta mark að einhverju leyti.
Einn árangur þessa er hljóðdeyf-
ir á jörðu niðri, sem deyfir hljóð
hreyflanna meðan verið er að
hita vélina upp og prófa hana.
Og hljóðdeyfar, sem hægt er að
koma fyrir í vélunum sjálfum,
eru á tilraunastigi.
En á meðan þetta allt er í
deiglunni leyfir aðalflugvöllurinn
í London þotum ekki nema sem
allra minnst flug á sinu umráða-
svæði að næturlagi, og ýmsar
aðrar stórborgir hafa gert ýms-
ar takmarkanir.
Á þjóðvegum úti er einnig mjög
hávaðasamt. í sumum héruðum
Bandaríkjanna hafa húseignir
nálægt þjóðvegum lækkað mjög i
verði, en orsökin er drunurnar
í stórum vörubílum.
En í rauninni þurfa vörubílar
ekki að vera öllu háværari en
gangþýðustu fólksbilarnir. En
vörubilstjórar hugsa ekki ævin-
lega um að hafa hljóðdunkinn í
lagi eða taka hann hreinlega úr
sambandi í þeirri röngu trú, að
vélaraflið njóti sín þá betur.
Lögreglan getur krafizt úrbóta
á þessu, ef hún kærir sig um. Og
hún gerir það í æ ríkari mæli. í
sumum fylkjum Bandarikjanna
bera lögregluþjónarnir á sér sér-
staka hljóðmæla og kæra bílstjór-
ana, ef hávaðinn frá vélinni fer
fram úr vissu marki.
Auðvelt er að deyfa skarkal-
ann frá utanborðsvélum báta og