Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 61
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
G9
í minni og maSurinn vegna
þeirra. Aðrir verða minnisstæðir
sökum þeirra framkvæmda eða
félagslegu breytinga er þeir fá
komið á. Minning þeirra verður
samfélagsleg geymd. Til eru
margir, sem lítið ber á ut-
an takmarkaðs hóps starfs-
félaga eða kunningja, sem
með vitsmunum sínum varpa á
loft kyndli skarprar hugsunar,
eða með breytni sinni og athöfn-
um veita straumum jákvæðrar
lifsorku inn í líf þeirra er næstir
þeim standa. Þeir hafa ekki unnið
borgir, en máske hafa þeir
unnið það sem meira er um vert,
sigur yfir sjálfum sér.
Jón Árnason var stakur maður
að allri gerð, óskólagenginn en
víðlesinn og vel menntur af
sjálfsnámi, traustur verkmaður i
iðn sinni, fórnfús og öruggur liðs-
maður í þeim félagsmálahreyf-
ingum er hann vann lengst, svo
sem Góðtemplarareglunni, ein-
lægur, heilsteyptur og' gjörhuguil
nemandi margs konar dularfræða,
Hann var maður með ýmislega
sérstæðar skoðanir og stefnumið
er líf hans allt og breytni mót-
aðist af, sjálfum sér samkvæmur
langt um aðra menn fram. Hjá
honum markaðist breytnin af
kenningunni svo sjaldgæflega, að
það hlaut að verða þeim, er
þekktu hann bezt, efni umhugs-
unar og lærdóms. Atgervi hans og
breytni studdu hvort annað til
uppfyllingar þeim persónuleika
er var um svo margt samræmur í
sinni lífsniðurstöðu. Þess vegna
meðal annars verður hann vinuin
sínum eftirminnilegur.
Það má ekki slcilja orð mín svo,
að ég telji að ekkert hafi á það
skort að kenning hans og breytni
héldust í fullkomnu samræmi.
Með því væri minningu hans eng-
inn g'reiði ge-rður. Allir hafa ein-
hverja bresti. Jón Árnason var
vissulega persóna til þess að bera
sína og standa þó hátt upp úr
hversdagsmennskunni, skarpvit-
ur, orðhagur, djúpskyggn, gæddur
innsæi i þá dularheima er ekki
verða vegnir eða mældir og með
ófullkomnum hætti með orðum
skýrðir.
III
Jón Árnason var fæddur 5.
júní 1875 að Miklaholtshelli í
Hraungerðishreppi. Foreldrar
hans voru Arni bóndi Jónsson
bónda á Snotru í Þykkvabæ, Ól-
afssonar bónda á Seli í Holtum,
Jónssonar iiónda á Ægissíðu Þor-
steinssónar. Kona Jóns á Ægis-
síðu var Guðrún Brandsdóttir
bónda á Felli í Mýrdal, Bjarna-
sonar á Víkingslæk Halldórsson-
ar. Kona Árna og móðir Jóns var
Þorbjörg' Filippusdóttir bónda á
Þórunúpi í Hvolhreppi, Jónsson-