Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 86
94
ÚR VAL
búferlum enn á ný — og í þetta
sinn til aS takast á hendur rýrt
kennslustarf í Linz.
En þessari nýju stöSu fylgdi
eitt gott: Honum gafst tími og
næði til aS stunda rannsóknir
sinar og notaði til þess kíki, sem
hann fékk léðan. Kepler hafði
iengi haft þá trú, að líf gæti verið
á öðrum hnöttum. Og er hann
hafði virt fyrir sér stjörnuhimin-
inn i sjónglerjunum, lét hann í
ljós þá hugmynd sína, að menn
smíðuðu sér farartæki til að ferð-
ast á um himingeiminn.
Kepler kvæntist aftur í Linz,
og unga konan hans átti von á
barni, þegar erfiðleikar steðjuðu
enn að: Móðir hans var kærð
fyrir galdra og varpað í fangelsi
í þorpi einu i Wurttemberg og
hótað misþyrmingum og bálför.
Kepler hraðaði sér að koma henni
til hjálpar og dvaldi mánuðum
saman í þessu skuggalega þorpi.
Loks tókst honum að fá hana
dæmda sýkna saka. Þá var kom-
inn október 1621.
Meðan stóð á þessari baráttu
um líf móður Keplers tókst hon-
um að fullgera þriðju bókina sína,
Samræmi alheimsins; en kirkju-
valdið var fljótt að snúast til and-
stöðu. Ritið fjallaði að mestu
um þriðja lögmálið, sem Kepler
setti fram: að hægt sé að reikna
út fjarlægð plánetu frá sólu, sé
vitað um hraða hennar á braut
sinni. Þar með var lagður einn
af hyrningarsteinunum, sem
Newton byggði þyngdarlögmáls-
kenningu sína á.
Um þessar mundir stóð yfir
hið svonefnda „Þrjátíu-ára-
strið“, og öldur þess tóku nú að
nálgast heimkynni Keplers.
Haustið 1626 var Linz hernumin.
Þar sem stríð þetta var i og með
háð út af trúmálum, var Kepler
hafður undir eftirliti, grunaður
um villutrú, og bókasafn hans var
innsiglað. Fólk leit hann fyrir-
litningaraugum og kallaði hann
stjörnuglóp, þegar honum sást
bregða fyrir á götum úti. Þetta
var maðurinn, sem Immanuei
Kant átti eftir að segja um að
væri „skarpasti hugsuðurinn, sem
nokkru sinni hefði fæðzt á jörð-
unni“.
Kepler var mesti friðsemdar-
maður, en samt varð hann enn
einu sinni að flýja til að geta
stundað áhugamál sitt. Eitt þung-
búið kvöld, þegar gekk á með
siydduéljum, flúði hann í vagni
með konu sína og sex börn. Hann
gleymdi ekki að taka með sér nýj-
ustu útreikningana sína, en
seinna urðu þeir undirstaðan að
bók, sem vakti mikia athygli.
Næstu árin sýndi Kepler á sér
ýmsar hliðar sem vísindamaður.
Hann kynnti sér gerð mannsaug-