Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
Ég hefði getað sparað mér þær
áhyggjur. Næsta kvöld tók hún á
móti mér með gleðitár í augum,
en ég þurrkaði þau og hún hróp-
aði af gleði yfir því, að „fá bréf
frá þér, og þú ekki einu sinni á
ferðalagi — og hvað þú skrifaðir
margt fallegt!" —• Já, við urðum
bæði svo glöð, að við komum okk-
ur saman um að fara út og borða,
sjá góða bíómynd og njóta líðandi
stundar.
Og þetta voru aðeins örfáar lín-
ur!
Það var sólbakaður dagur í villta vestrinu. Dyrnar að barnum
opnuðust mjög snögglega, og kúreki kom út — sveif upp í boga og
lenti óþyrmilega í rennusteininum.
„Hvað er að þér, félagi?“ spurði maður, sem átti leið framhjá.
„Var þér hent út, eða ertu bara vitlaus?“
,,Hvorugt,“ svaraði kúrekinn og fálmaði eftir byssunni sinni. „En
ég á svolítið vantalað við þann, sem hefur tekið hestinn minn.“
☆
Á ferðalagi í París bjuggum við hjónin á viðkunnanlegu hóteli
á vestari bakka Signu. Einn morguninn fór maðurinn minn snemma
á fætur í viðskiptaerindum, en ég lá eftir í bólinu. Eg var rétt stigin
fram úr, aðeins íklædd örþunnum, gagnsæjum náttkjól, þegar dyr-
unum var hrundið upp og ungur, myndarlegur maður kom skálm-
andi inn. Hann snöggstansaði, þegar hann sá mig, greip um höfuðið
og stamaði á frönsku: „Mér þykir það leitt, madame, ég hlýt að
hafa farið herbergjavillt." Svo flýtti hann sér út og lokaði á eftir
sér.
☆
Ung stúlka þóttist ha.fa farið varhluta af arfi og stofnaði til mála-
ferla til að fá hlut sinn réttan. Einu sinni hitti hún vinstúlku sína
á förnum vegi og vinkonan spurði, hvernig gengi með málaferlin,
hvort hún byggist við að fá eitthvað út úr þeim.
„Já, ábyggilega,“ svaraði stúlkan. „Lögfræðingurinn bað mín i
gær.“