Úrval - 01.11.1974, Side 28

Úrval - 01.11.1974, Side 28
26 ÚRVAL verið drepinn nokkrum dögum eftir að hann beit Susan. Hræið var graf- ið á landareign eigandans, og þegar það var grafið upp og krufið, fékk læknirinn það staðfest, sem hann hafði helst óttast: Ekkert var hægt að gera fyrir Susan, því þegar hundaæði nær að búa um sig, er ekkert hægt að gera.* Hún dó þrem vikum eftir að hún var lögð inn á sjúkrahúsið og var fimmta fórnarlamb sjúkdómsins í V.-Þýskalandi eftir stríðið. Hún verður varla sú síðasta, sögðu sér- fræðingarnir, því þessi óhugnanlegi sjúkdómur, sem margir áiitu að væri úr sögunni, er nú í sókn á ný. Hundaæði er jafn gamalt og mennirnir, og getið er um það í Egyptalandi hinu forna, Hellas og Róm. Hið latneska nafn sjúkdóms- ins, rabies, þýðir reiði eða æði, og þeir, sem fá sjúkdóminn, hvort heldur er dýr eða menn, verða g.jarnan gripnir skefjalausu æði og ráðast þá á allt og alla. Vitað er um tilfelli, þar sem maður fékk æði og beit 22 menn, áður en hann var yfirunninn. Smitberinn er vírus, sem getur þrengt sér í gegnum minnstu sprungur í húðinni. Hann er í munn- vatni, og algengast er. að smitið verði, er sýkt dýr bítur. Þegar vír- usinn er kominn í nýtt fórnarlamb, er eins og hann sé aðgerðarlaus um hríð, þar til hann þrengir sér með- fram taugunum, upp í heilafrum- *Það-..er aðeins vitað um eina und- antekningu: 1970 lifði 6 ára drengur í Ohio af veikindi, sem eftir öllu að dæma var hundaæði urnar, þar sem hann ber ævinlega sigur. Það kemur fyrir, að sjúk- dómurinn brýst út viku eftir að smitið átti sér stað, en venjulega líður mánuður eða meira. Vitað er um eitt tilfelli, þar sem kona var bitin af sjúkum hundi. en 280 dag- ar liðu, áður en sjúkdómurinn braust út. Hjá mönnum eru fyrstu merkin svíðandi sársauki kringum bitið. Þar á eftir kemur ógleði og höfuð- verkur, oft með óeðlilegri geð- vonsku og áköfu þunglyndi. Óþol- andi þorsti er annað venjulegt sjúk- dómseinkenni, en þegar sjúklingur- inn sér vatn — stundum nægir að hann hugsi um vatn — fær hann ákafan krampa í kverkarnar. Það hefur gefið sjúkdómnum annað latneskt heiti, hydrofobi, sem bein- línis þýðir vatnshræðsla. Smám saman verður taugakerfið svo til- finninganæmt, að jafnvel minnstu hljóð og ljósbreytingar framkalla krampa. Stundum nægir ofurlítill vindblær. Þegar þessar pínslir hafa staðið í eina viku, kemur lömun til skjalanna, og dauðinn, sem nánast er hinn frelsandi engill undir þess- um kringumstæðum, verður ein- faldlega vegna þess, að andardrátt- urinn stöðvast eða hjartað lamast. Þar til seint á síðustu öld voru þau læknisráð, sem beitt var gegn hundaæði, fjarskalega fálmkennd og næstum skelfilegri en sjúkdómurinn sjálfur. Sjúklingnum var stungið of- an í sjó, þar til hann var að drukkn- un kominn, ef til vill út frá þeirri kenningu, að vatnshræðsla verði ekki burtu rekin með öðru en vatni. Bitsárin voru brennd með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.