Úrval - 01.11.1974, Page 28
26
ÚRVAL
verið drepinn nokkrum dögum eftir
að hann beit Susan. Hræið var graf-
ið á landareign eigandans, og þegar
það var grafið upp og krufið, fékk
læknirinn það staðfest, sem hann
hafði helst óttast: Ekkert var hægt
að gera fyrir Susan, því þegar
hundaæði nær að búa um sig, er
ekkert hægt að gera.*
Hún dó þrem vikum eftir að hún
var lögð inn á sjúkrahúsið og var
fimmta fórnarlamb sjúkdómsins í
V.-Þýskalandi eftir stríðið. Hún
verður varla sú síðasta, sögðu sér-
fræðingarnir, því þessi óhugnanlegi
sjúkdómur, sem margir áiitu að
væri úr sögunni, er nú í sókn á ný.
Hundaæði er jafn gamalt og
mennirnir, og getið er um það í
Egyptalandi hinu forna, Hellas og
Róm. Hið latneska nafn sjúkdóms-
ins, rabies, þýðir reiði eða æði, og
þeir, sem fá sjúkdóminn, hvort
heldur er dýr eða menn, verða
g.jarnan gripnir skefjalausu æði og
ráðast þá á allt og alla. Vitað er
um tilfelli, þar sem maður fékk
æði og beit 22 menn, áður en hann
var yfirunninn.
Smitberinn er vírus, sem getur
þrengt sér í gegnum minnstu
sprungur í húðinni. Hann er í munn-
vatni, og algengast er. að smitið
verði, er sýkt dýr bítur. Þegar vír-
usinn er kominn í nýtt fórnarlamb,
er eins og hann sé aðgerðarlaus um
hríð, þar til hann þrengir sér með-
fram taugunum, upp í heilafrum-
*Það-..er aðeins vitað um eina und-
antekningu: 1970 lifði 6 ára drengur
í Ohio af veikindi, sem eftir öllu að
dæma var hundaæði
urnar, þar sem hann ber ævinlega
sigur. Það kemur fyrir, að sjúk-
dómurinn brýst út viku eftir að
smitið átti sér stað, en venjulega
líður mánuður eða meira. Vitað er
um eitt tilfelli, þar sem kona var
bitin af sjúkum hundi. en 280 dag-
ar liðu, áður en sjúkdómurinn
braust út.
Hjá mönnum eru fyrstu merkin
svíðandi sársauki kringum bitið.
Þar á eftir kemur ógleði og höfuð-
verkur, oft með óeðlilegri geð-
vonsku og áköfu þunglyndi. Óþol-
andi þorsti er annað venjulegt sjúk-
dómseinkenni, en þegar sjúklingur-
inn sér vatn — stundum nægir að
hann hugsi um vatn — fær hann
ákafan krampa í kverkarnar. Það
hefur gefið sjúkdómnum annað
latneskt heiti, hydrofobi, sem bein-
línis þýðir vatnshræðsla. Smám
saman verður taugakerfið svo til-
finninganæmt, að jafnvel minnstu
hljóð og ljósbreytingar framkalla
krampa. Stundum nægir ofurlítill
vindblær. Þegar þessar pínslir hafa
staðið í eina viku, kemur lömun til
skjalanna, og dauðinn, sem nánast
er hinn frelsandi engill undir þess-
um kringumstæðum, verður ein-
faldlega vegna þess, að andardrátt-
urinn stöðvast eða hjartað lamast.
Þar til seint á síðustu öld voru
þau læknisráð, sem beitt var gegn
hundaæði, fjarskalega fálmkennd og
næstum skelfilegri en sjúkdómurinn
sjálfur. Sjúklingnum var stungið of-
an í sjó, þar til hann var að drukkn-
un kominn, ef til vill út frá þeirri
kenningu, að vatnshræðsla verði
ekki burtu rekin með öðru en
vatni. Bitsárin voru brennd með