Úrval - 01.11.1974, Page 30

Úrval - 01.11.1974, Page 30
28 ÚRVAL kom fram mjög erfitt ofnæmi. Þar að auki varð að nota mjög stóra skammta og allt upp í 20 sprautur á dag, venjulega í kviðarhúðina. „Þetta var eins og að vera stunginn af milljón býflugum," sagði einn sjúklingur. í einu tilfelli af hverj- um 2000 gat bóluefnið þar að auki orsakað alvarlegar taugaskemmdir. Jafnvel þótt sumir menn hafi ef til vill eðlilegt ónæmi gegn hunda- æði, er aldrei hægt að fara of al- varlega. Nýlega beit íkorni 10 ára gamlan dreng í Nancy Móðir hans þvoði sárið mjög vandlega — það er mjög áríðandi — og þar sem vit- að var um hundaæði í héraðinu, fór hún með drenginn til læknis, sem strax sendi hann til hundaæðismið- stöðvarinnar í Nancy. Sérfræðing arnir gáfu honum þegar í stað fyrstu sprauturnar til að bjarga lífi hans. „Minnsta töf getur orðið örlagarík,“ segir yfirmaður stöðvarinnar, dr. Jean-Bernard du Reux. „Það verð- ur að gera sjúklinginn ónæman, áð- ur en vírusinn fær tækifæri til að hefja starfsemi sína. því þegar hann eitt sinn er byrjaður, er það of seint.“ Orsök allra þessara þjáninga og sjúkdóms er refurinn, sem er skæðasti hundaæðissmitberi í Evr- ópu. Það er hann, sem breiðir veik- ina út og ber með sér smitið. Flest önnur dýr — þar með talið menn, sem smitast, fá sjaldan tækifæri til að smita aðra. Refir eru 80% allra þeirra dýra, sem smitaðir eru af hundaæði í Evrópu, og þótt í 85% tilfella, þegar menn fá hundaæði, hafi þeir verið bitnir af tömdum dýrum (70% er vegna hundsbita á svæðum, þar sem bólusetningin er ekki skylda), er refurinn alltaf fyrsti hlekkurinn í smitkeðjunni. í öðrum löndum heims eiga leður- blökur og deskettir sinn þátt sem smitberar. Sá hundaæðisvírus, sem nú þjáir Evrópu, á upprunalega rætur sínar að rekja til síberíska heimskauta- refa, sem smituðu rússneska úlfa, sem aftur smituðu pólska refi. í heimsstyrjöldinni síðari fór allt á ringulreið í V.-Evrópu og á stríðs- árunum fjórfaldaðist fjöldi refa þar, því mennirnir voru orðnir hinn einasti eðlilegi fjandi refanna. í stríðinu höfðu þeir nnnað að gera en að sinna refaveiðum, og þá fékk vírusinn að breiðast út óáreittur. Hann breiddist líka með leiftur- hraða út á milli refanna, og þar með var komin af stað keðjuverk- un, sem hægt en bítandi flutti hinn banvæna vírus suður og vestur um Evrópu. Hann barst yfir Oder, milli Pól- lands og A.-Þýskalands, árið 1947, og komst til V.-Þýskalands 1951. Eftir ofurlitla innrás í Danmörku 1964 og 1965. þar sem hundaæði fannst í 83 dýrum á Jótlandi, kom- ust refirnir til Belgíu, Lúxemborg- ar og Austurríkis 1966. Til Sviss komust þeir ári síðar og héldu til Frakklands. Á nýjan leik varð hunda æðis vart á S.-Jótlondi 1969 og 1970 og var þá staðfest í 110 dýrum. Nú breiðist vírusinn út til nýrra staða með um það bil 40 km hraða á ári. „Ef þessi útbreiðsla verður ekki stöðvuð," segir dýralæknirinn dr. W. Konrad Bögel, sem stjórnar hinni nýju gagnsókn móti hunda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.