Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 32

Úrval - 01.11.1974, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL ferð til að fylgjast með merktum refum. Veiddir eru refir og komið fyrir í þeim tækjum, sem geta sent upplýsingar um sjúkdómseinkenni til jarðstöðva og flugvéla. Á þennan hátt er hægt að kortleggja flakk refsins á svæðinu. í Sviss eru skraut legar plastagnir settar saman við fóðrið, sem dreift er út handa ref- unum, svo rekja megi slóð þeirra með því að skoða refaskítinn. í Hollandi er sett hálsband á refina með innbyggðum útvarpssendi, sem gefur til kynna hvar þeir eru hverju sinni. Eftir því, sem menn fá þann- ig meiri og meiri vitneskju um hegðunarhætti refsins, hvar hann flækist, hvað hann étur og hvað hann tekur sér fyrir —- eru miklu meiri líkur til þess að hægt sé að ná yfirhöndinni yfir þeim sjúkdómi, sem hann dreifir. En það er mjög mikilsvert, að al- menningur taki þátt í baráttunni gegn hundaæði. Sérfræðingar al- heimsheilsustöðvarinnar hvetja alla hunda- og kattaeigendur, sérstak- lega á þeim svæðum, þar sem hunda æði er yfirvofandi hætta, til að bólu setja dýr sín með vissu millibili. Bóluefni við hundaæði eru nú mörg, og allir dýralæknar vita, hve þétt þarf að bólusetja. Venjulega er tal- ið að bólusetja þurfi hunda þriðja hvert ár, en ketti árlega. í Suður- Jótlandi er fyrirskipað með lögum, að allir hundar skuli bólusettir þriðja hvert ár og á Grænlandi, þar sem hundaæði er mjög útbreiddur sjúkdómur meðal dráttarhundanna, á að bólusetja alla hvolpa, áður en þeir verða níu mánaða gamlir. Nytjadýr í landbúnaði eru í mik- illi hættu fyrir refabiti. Refafar- aldurinn í Evrópu hefur þegar kost- að 5000 hesta, kýr og kindur lífið. Þetta mætti varast, ef bændur al- mennt á þeim svæðum, þar sem hundaæði geysar, létu bólusetja bú- pening sinn í tæka tíð. Bólusetning- in er næstum 100% örugg og veld- ur dýrunum engum óþægindum. Það er einmitt mesta framförin í herferðinni gegn hundaæði, að nú er bóluefnið svo árangursríkt, að þrjár, næstum sársaukalausar bólu- setningar, veita fulla vernd. Bólu- efnið var fundið upp við Vistav Institute í Fíladelfíu og það hefur nú verið búið til í efnafræðirannsókn- arstofum í Frakklandi og Banda- ríkjunum í rannsóknarskyni. Þvert móti eldri gerðum bóluefnis er mjög lítið af vefjaefnum í þessu bóluefni og hættan á ofnæmi er mjög lítil. Þar sem bóluefnið hefur ekki aukaverkanir, má segja að hægt sé að fyrirbyggja hundaæði. Með öðr- um orðum, að koma upp ónæmi hjá mönnum, sem gætu orðið fyrir hundaæðissmitun. í Evrópu, Asíu og Ameríku hafa þegar mörg hundruð dýralæknaefni verið bólusett, og komið í ljós, að oft er ein inngjöf nóg til að koma af stað mótefnis- myndun í líkamanum, sem er mörg- um sinnum meiri en nauðsynleg er. Bólusetningin er fremur dýr, því það tekur langan tíma að framleiða bóluefnið — sex vikur. En bólu setning af þessu tagi er aldrei of dýr fyrir fólk, sem á það á hættu að smitast af jafn skelfilegum og banvænum sjúkdómi og hundaæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.