Úrval - 01.11.1974, Qupperneq 47
KAFFIILMUR
45
>K
& Þ * *
* *
a® er erf^t að ímynda
sér hinn múhameðska
heim án umlykjandi
iims af brenndum kaffi-
baunum. Það væri
óhugsandi að gera við-
skipti, án þess að halda upp á at-
burðinn með litlum bolla af sykur-
væmnu kaffi; ilmurinn af kaffi-
baununum, sem ristast yfir eldin-
um, og mölunarhljóðið frá kaffi-
kvörnunum, hefur sett svip sinn á
auðnina frá örófi alda. Kaffið er
örvandi drykkur, sem skerpir hugs-
unina og er algjörlega ómissandi í
beim hluta heims, þar sem meiri-
hluti íbúanna lifir af slóttugum
hugmyndum. Þó er það tiltölulega
stutt síðan að Mið-Austurlandabú-
ar fóru að neyta þess daglega, og
í hinum vestræna heimi varð það
ennþá seinna þekkt.
Fyrsta heimild um kaffi er frá
10. öld. Hve gamalt það er er ekki
vitað og uppruni nafnsins er um-
deldur. Á forn arabisku þýddi
qahwah, ákveðna tegund af dökku,
rauðu víni, og fyrir áhrif tyrkneska
orðsins kahve varð til orðið „kaffi“.
Það er líka taiað um, að kaffijurtin
eigi heima í hálöndum Eþíópíu,
einkum í suðvestur héraðinu Kaffa.
Hvað sem málvísindin hafa meira
um málið að segja, er enginn vafi
á, ið kaffið fluttist til Yemen frá
Eþíópíu. Sagan segir, að eftirtektar-
samur sjeik, ash-Shadhili frá Yem-
en, hafi á ferð sinni til Eþíópíu
tekið eftir hóp af geitum, sem hopp-
uðu um í klettahlíð og virtust sér-
staklega fjörmiklar. Það vakti for-
vitni hans og hann athugaði þær
betur. Þá komst hann að því, að
þær tuggðu ber, sem hann hafði al-
drei augum litið. Hann smakkaði á
þeim, en fannst þau beisk, svo að
hann sauð þau og drakk seyðið —
það var fyrsti kaffisopinn.
Það hlýtur að hafa verið bragð-
vondur sopi, en sjeikinn fann, að
hugurinn skýrðist og hann var
óvenju vel vakandi. Þess vegna tók
hann nokkrar plöntur með sér heim
til Yemen. Þar var vel fagnað þess-
um nýja drykk, sem hafði þennan
töframátt — sérstaklega þó eftir að
einhver með peru í kollinum fann
út, að bragðið lagaðist til muna, ef
baunirnar voru ristaðar fyrst.
Þessi nýtísku kaffidrykkja mætti
mófspyrnu hjá afturhaldssömum
múhameðstrúarmönnum. Hvað var
þessi drykkur? Hann hafði örvandi
áhrif. En ef hann væri vímugjafi,
eins og vín. vekti óeðlilegar til-
hneigingar eða óróleika hjá neyt-
endum hans, átti samkvæmt lögum
múhameðstrúarmanna að banna
hann. Vandamálið jókst, þegar kaff-
ið breiddist út til hinna heilögu
borga Mekka og Medina. Um 1500
risu kaffihús óðfluga út um allt,
þeim fylgdi músk og teningaspil,
og tilkoma þeirra olli óróleika við
náttmál. Það var glymjandi hlátur,
klingjandi tambúrínur á þessum
glaðværu samkomum, og kvartanir
frá virðulegum borgurum létu ekki
á sér standa.
Föstudaginn 28. maí 1511 var
hernaðarlegu^ landstjóri í Mekka,
Khayr Bey, á leið heim til sín að
lokinni kvöldbæn. Þegar hann gekk
yfir stóra svæðið, sem umlykur
Kaeba, ferhyrndu bygginguna með
hinn heilaga svarta stein, heyrði