Úrval - 01.11.1974, Síða 94
92
ÚRVAL
væri búið sviðsett bílslys. Hann
hætti að aka.*
Vörn hans fyrir annars konar
áætlunum hvíldi á því, sem hann
kallaði síðar „sérkenni þjóðfélags-
skipulags okkar. Ef t. d. bréf, sem
nær til mín í pósti, springur í hönd
um mínum, er ógerlegt að skýra
hvers vegna það sprakk ekki fyrr,
í höndum ritskoðunarinnar".
EINA VÖRNIN. í þrjú ár hafði
Solshenitsin reynt að fá skilnað.
Jafnvel hæstiréttur svnjaði honum
um þetta — og var það fáheyrð
afgreiðsla. Rússnesk skilnaðarmál,
þar sem barnlaus hjón eiga í hlut,
eru venjulegr tekin fyrir fljótt og
auðveldlega í undirrétti. Að lok-
um samþykkti Natalja Resitovskaja
að veita honum skilnað utan rétt-
ar. Skilnaðurinn, annar í röðinni
hjá þeim Natalju og Solshenitsin,
varð að veruleika í mars 1973. f
næsta mánuði gekk Solshenitsin að
siga Natalju Svetlovu. Þá hafði hún
alið honum annan son.
Sá, sem gengur í hjónaband með
íbúa Moskvu, öðlast venjulega sjáif-
krafa rétt til að búa í höfuðborg-
inni; svo virtist sem rithöfundurinn
væri að síðustu frjáls að því að fara
‘Samsæri af svipuðu tagi var
gert 1972, þegar KGB falsaði eigin-
handaráritun Solshenitsins í um-
fangsmikilli sviðsetningu, sem átti
að sanna, að hann hefði reynt að
selja handrit sín andsovéskum hóp-
um á Vesturlöndum. Fölsuð bréf
voru send til Brussel, en áætlunin
tókst ekki svo vel að hægt væri að
nota neitt af henni gegn Solshenit-
sin.
úr kofa Rostropovits og flytja í
íbúð konu sinnar við Gorki stræti,
en leyfið fékkst ekki og Solshenit-
sin sendi frá sér opið bréf;
„Ég fengi ekki skilið, hvaða
mannleg og lögleg rök lægju fyrir
beirri ákvörðun, að meina eigin-
manni að búa með konu sinni, eða
föður hjá sonum sínum, ef ég vissi
ekk.i vel af langri reynslu, að í
okkar stjórnarfari eru þvílík rök
eiofaldlega ekki til. Hið auðmýkj-
andi og þvingandi kerfi pappírs-
veldisins, þar sem einstaklingurinn
fær ekki að velja dvalarstað sinn,
heldur fær honum úthlutað af hálfu
yfirvaldanna — þetta er varla einu
sinni til í nýlenduríkjunum nú til
dags. Enginn, ekki einu sinni hæsta
yfirvald, hefur minnsta rétt til að
skilja mig frá fjölskyldu minni.“
Mokkrum dögum seinna tilkynnti
hann, að komandi vetur ætlaði hann
að búa hjá fiölskyldu sinni „hvort
sem þeir leyfa það eða ekki. Látum
þá, sem ekki kunna að skammast
sí.n, koma og reka rnig burtu. Það
væri verðskulduð auglýsing fyrir
hið þróaða þjóðfélagskerfi okkar.“
Þess var ekki að vænta, að stjórn-
in þyldi til lengdar jafn beiska
gagnrýni frá manni, sem ekki lét
bugast.
Allt árið 1973 voru sovétyfirvöld-
in önnum kafin við áköfustu hreins-
un sína frá því á Stalínstímanum;
við að berja niður síðustu fylgj-
endur hinnar þunnskípuðu lýðveld-
ishreyfingar Rússlands. f sambandi
við réttarhöidin yfir hinum tveim-
ur síðustu endstæðingum þjóðfé-
lagskerfisins, var nafn Solshenitsins
hvað eftir annað nefnt, í sambandi