Úrval - 01.11.1974, Qupperneq 111
HREINASTA ORKUSÓUN
og kæra. Ég hafði heyrt, að Margit
hafði komið akandi heim að hús-
inu fyrir stundarkorni, svo ég gekk
upp í eldhúsið til að segja henni
frá þessu. Eldhúsið var fullt af reyk
og Margit var ekki eins róleg og
venjulega. Hún stóð í miðjum
mjólkurpolli og vörurnar frá kaup-
manninum voru dreifðar í kringum
hana. Hún horfði á mig undarleg á
svip. „Síminn hringdi um leið og
ég kom inn,“ sagði hún, „svo ég
setti pokann með því, sem ég var
að kaupa, á eldavélina. Þegar ég
kom inn aftur, logaði pokinn og
mest af innihaldinu var á gólfinu."
Hún færði til fæturna og mjólkin
gusaðist yfir gólfið. „Geturðu hugs-
að þér að skýra fyrir mér, hvers
vegna allar hellurnar voru á full-
um straum?“
„Ég ætlaði bara að vita, hvort
það kæmi rafmagnsmælinum til að
snúast hraðar!"
Hún hristi höfuðið. „Það dytti
engum heilvita manni til að gera.“
Hún horfði hugsandi á mig eitt
andartak og bætti svo við: „En á
hinn bóginn . .
Ef menn vilja læra að meta raf-
magnið, ættu þeir að sjá hvernig
fólk fer að, þegar rafmagnið vant-
ar.
Eitt kvöldið, þegar allir fjöl-
skyldumeðlimir voru uppteknir,
hver við sína sýslu, slökkti ég á
aðalrofanum. Það hefði mátt halda,
að himinninn hefði hrunið. Allir
æptu í kór til þess að segja mér,
að ljósið hefði slokknað. Drengirn-
ir úr stofunni, Margit úr eldhús-
inu, Janne ofan af lofti. En þetta
109
var í fyrsta sinn, sem ég minntist
þess, að fjölskyldan hefði verið
sammála um eitthvað.
„Engan æsing," sagði ég hlæj-
andi. „Þetta var bara tilraun."
Margit bað mig að hætta þessum
fíflaskap, því hún væri með mar-
engsköku í ofninum. Janne sagðist
vera að gera sig fallega ■— eins og
hún kallaði það — og öskraði að
hún vildi fá ljós eins og skot!
Ég fór niður í kjallara og kveikti
aftur á rofanum. Ljósið blossaði
upp, en hvarf svo aftur. Margit
hrópaði til mín að hætta þessum
forgangi.
„Já, en ég er búinn að kveikja,"
hrópaði ég. Það hlýtur að vera
eitthvað annað að. Hvar er vasa-
ljósið?“
Eins og venjulega vissi enginn
um það. Ég bað Margit að finna
nokkrar eldspýtur.
„Ef þú heldur, að ég geti bakað
kökuna með eldspýtum . . .“
„Ég hringi til Paul,“ sagði ég.
„Hann hlýtur að vita hvað við get-
um gert.“ Ég þreifaði mig að sím-
anum. Paul var heima. Ég sagði
honum, að rafmagnið væri farið.
Hann spurði, hve langt væri síðan
ég hefði borgað reikninginn minn.
„Það er ekki það!“ sagði ég. „Ég
slökkti á aðalrofanum, og þegar ég
kveikti aftur, fór allt ljósið.“ Hann
spurði á hverju við hefðum haft
straum, þegar þetta gerðist.
„Á sjónvarpinu, bakaraofninum,
ísskápnum, frystikistunni, þvotta-
vélinni, rafmagnslestinni, uppþvotta
vélinni. ljósunum öllum, klukkun-
um og útvarpinu.
„Þá er þetta ekkert skrýtið,"