Goðasteinn - 01.09.1963, Page 13

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 13
bæra verzlun, og það sem eftir var af vörum, seldi hann Þorsteini hreppstjóra í Norður-Vík. Á fyrstu árum verzlunar hér í Vík voru vörurnar fluttar frá sjó á reiðingshestum heim á Víkurbæi. Voru hafðir silar á klyf- berunum og slegið þannig á hestana. Það var kallað að sila upp. Þetta gekk vel með ioo punda sekki, en var örðugt með allar stærri sendingar. Eftir að Félagshúsið kom, var allt borið á börum þangað upp, og þótti það mjög erfið vinna. Þannig gekk einnig til hjá Bryde, að vörurnar voru bornar frá sjó, meðan verzlunin stóð við Blánef. Þá var sá háttur hafður á, a. m. k. citt ár, eftir að húsin komu upp við sjávarbakkana, að sekkirnir voru bornir á bakinu upp að húsunum og hafðar tunnur tii að hvíla sig við burðinn neðar á sandinum. Svo kom járnbrautin, og tnun hún hafa komið fyrst til Bryde fyrir aldamótin. Var vögn- unum ýtt af handafli og hægt að komast mjög nærri sjónum. Þótti að þessu hið mesta hagræði. Faðir minn fékk einnig járnbraut og vagna frá Danmörku nokkru síðar. Lágu því tvær brautir að sjón- um frá hvorri verzlun. Þær voru notaðar í mörg ár. Við Kötlu- gosið 1918 spilltust sjávarskiptin mjög mikið, vegna sandburðar frá gosinu. Ströndin færðist hér mikið fram, eyrar og grynningar mynduðust. Varð af því bagi við vöruflutninga. Miklum erfiðleik- um var bundið að taka alla teinana upp og leggja á öðrum stað, sem von bráðar gat einnig orðið ófær til uppskipunar. Lögðust brautirnar því niður. Bryde seldi sína járnbraut til Reykjavíkur, en faðir minn seldi sína Gunnari Ólafssyni í Vestmannaeyjum, er hann hóf verzlun þar. Hestar með kerru tóku við af járnbraut- unum og gekk það sæmilega. Venjulega voru 15 hestar við hvert vöruskip. Það þótti góð atvinna fyrir unglinga að teyma kerru- hestana. Að lokum komu vörubílarnir til sögunnar. Ekki gekk samt vel að nota þá, því að sandurinn var laus og þungur og fór illa með bílana. Ailt þetta tókst svo af, þegar horfið var frá sjónum yfir á landleiðina. Síðasta skipið, er uppskipunarbókin telur, var mótorbáturinn Hilmir frá Vestmannaeyjum, sem kom hingað 25. okt. 1940 og lestaði hér til Eyja 10375 kg., mest kjöttunnur. Þá var kaupið í Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.