Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 7
FORMÁLI
Ár og friður öllum góðum mönnum.
Svo er til ætlast að rit það, er hér hefur göngu sína, komi út ár-
lega framvegis. Enda þótt hlutverk þess sé að flytja og geyma
þjóðlegan sagnafróðleik, mun það verða með nokkuð öðru sniði en
þau sagnasöfn, sem þegar eru á gangi, og efnið verða engu síður
nýtt en gamalt, bundið mál jafnt sem óbundið. Er von til þess, að
eins og í þetta sinn verði eigi minna en ein ritgerð sögulegs efnis
í hverjum árgangi. Þær ritgerðir munu jöfnum höndum fjalla um
bókmenntirnar sem almenna sögu.
Ekki má láta þess ógetið, að liðin eru um tvö ár siðan hafið var
að setja þetta hefti, en vegna aðkallandi anna í prentsmiðjmmi, varð
þá að leggja verkið á hilluna. Á meðal þess, er þá var sett, var
grein sira Þorvaldar Jakobssonar, og það er þannig ekki hans sök,
ef einhverjum þykir hún koma óviðkunnanlega seint. Er haim beð-
inn afsökunnar é drætti þeim, er orðið hefir á prentun hennar.
Víðsvegar um land allt á fólk ýmsan þann fróðleik í fórum sínum,
sem illt er að glatist en hætta er á að fari þá leiðina sökum þess,
að eigi er skeytt um að koma honum á prent. Svo er og um feikn-
in öll af alþýðukveðskap, gömliun og nýjum. Sumt er þetta aðeins
geymt í minni manna og er sú geymsla ótrygg, því allir eru menn-
irnir dauðlegir. Forleggjari Selskinnu tekur því þakksamlega, að
slíkt sé sent henni, og mun allt innsent efni verða gaumgæfilega
athugað.
Islenzkar bókmenntir voru frá öndverðu sköpunarverk þjóðarinn-
ar — ekki sérstakrar stéttar innan þjóðfélagsins. Svo á þetta lika
að veðra um aldur og ævi. Athugi því hver hjá sjálfum sér, hvað
hann hefir fram að leggja.
RitaS á sumarmálum 1948.