Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 106
104
i Frá y. n., og Gils lætur ekki sitt eftir liggja að tína
þau upp, skjalfesta þau og auglýsa ásamt öðrum bók-
menntaperlum sínum! Eftir því sem Gils segist frá,
höfðu ýmsir skemmtun af uppnefnum og þeir hinir
sömu voru alveg eins vísir til að smiða uppnefnin sjálfir
í blóra við sira Stefán.
Völtum fótum stendur sagan um það, er sira Stefán
harSneitar að lýsa með hjónaefnum nokkrum. „Þegar
klerkur var spurður, hvort hann vissi nokkra meinbugi
á, svaraði hann litlu. Samt þóttust menn skilja, að hann
setti það eitt fyrir sig, að fyrrverandi kaupmannsfrú
mætti ekki fyrir nokkra muni lúta svo lágt, að giftast
réttum og sléttum bóndamanni“! Sira Stefán var eng-
inn hégómamaður, svo að getgáta þessi er fjarri öllum
sanni. Og ekki skorti hann einurð og hreinskilni til að
segja hjónaefnunum afdráttarlaust, hvað væri hjóna-
bandi þeirra til fyrirstöðu. Sé sagan rétt að öðru leyti,
þá er auðsætt, að einhverjir hafa meinbugirnir verið,
þótt sira Stefán teldi sér óskylt að skýra almenningi
frá þeim. Ef allt var hreinum hreint og engir mein-
bugir, þá var hjónaefnunum í lófa lagið að leita réttar
síns. En það láta þau undir höfuð leggjast, treystast
ekki til að hnekkja meinbugunum og hætta við að
krefjast hjónavígslu. Gils bætir við: „Björn og Guðbjörg
létu ekki kúga sig, en bjuggu saman án allrar vígslu
og yfirsöngs“. En sú ályktun!
„Sem dæmi um kaldlyndi Stefáns prests og hina
hráu(!), grófu fyndni hans“ segist Gils taka aðeins eina
sögu (Frá y. n. II, bls. 101). Hann minnist ekki á
neina sannprófun á henni — það er líka hyggilegra —
og er ekkert að rekast í þvi, hvort sagan er sönn eða