Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 96
94
í minna lagi stjórn af honum í sóknum hans á hans
síðustu árum, svo að siðsemi margra varð þar við lítils-
verð“.
En nú kemur sjálfur Gils enn til skjalanna og hnykk-
ir heldur en ekki á. „Hér skal ek at vinna“, sagði Giss-
ur forðum, er hann hjó Sturlu helsærðan, liggjandi
varnarlausan fyrir fótum sér. Og úrskurður Gils er
þessi: „Þetta virðist vera allréttur dómur, að svo miklu
leyti sem hann verður sannprófaður. Rithönd Jóns
klerks sýnir sig. Hún er með sama stórfagra yfirbragði
og margra afkomenda hans. Þá mun naumast orðum
aukið um drykkjuskapinn. Hefur sá löstur orðið býsna
algengur meðal niðja Jóns prests og konu hans“.
Alkunna er, að margir af niðjum þeirra hjóna hafa
verið afbragð annarra manna, og Jón Sigurðsson forseti
var dóttursonur þeirra. Ég hefi bæði vestan-lands og
sunnan kynnzt og haft afspurn af fjölda mörgum
mönnum af þessari ætt, og með því að ég er meira en
hálfri öld eldri en Gils, býst ég við, að ég hafi kynnzt
fleirum þeim frændum en hann, og þó hefi ég ekki
komið auga á þenna býsna algenga löst, ættareinkenn-
ið, sem Gils „stimplar“ ættina með. Eru þetta þá ekki
ofsjónir hjá manninum, að hann sjái bjálka þar sem
flís er? — Varla til getandi, því að ofstækismenn sjá
ofsjónir, og öfundsjúkir menn sjá ofsjónir. Hitt mætti
ugglaust segja, að þessi uppgötvun Gils á fimmta ættar-
einkenninu sé hugarburður einber, og að dómur Gils:
„Hefur sá löstur orðið býsna algengur meðal niðja
Jóns prests og konu hans“ sé ekkert annað en belber
sleggjudómur.