Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 124
122
Frásögn Sigurborgar er á þessa leið:
„Ég var tæplega tíu ára, þegar ég sá Símon fyrst.
Var hann þá þrítugur, að mig minnir. Ég man hann
mjög vel. Hann var þá grannur og liðlega vaxinn, fram-
úrskarandi fjörlegur í öllum hreyfingum, gleðin og
kátínan óviðjafnanleg. Stjúpi minn og móðir bjuggu þá
á Harastöðum á Fellsströnd. Þetta var árið 1874. Hann
gisti hjá okkur; svo gerði hann oftast, þegar hann var á
ferð á þeim slóðum; eins eftir að við fluttumst að Stóru-
tungu í sömu sveit. f þetta sinn sem hann gisti á Hara-
stöðum, orti hann mn flest heimilisfólkið. Hann orti þá
svo hratt, að það var líkast því, að hann væri að fara
með vísur, sem hann kynni. Ég lærði þær víst flestar,
þó ég muni nú aðeins fáar. Læt ég hér á blaðið þær sem
ég man:
Heiðursmaður hreinlyndur
Harastaði situr,
Magnús glaður Magnúss bur,
menntahraður, vitur.
Ritar stafi rósir trafa fyrir,
heiðri vafinn hýreygður
hann Ölafur Magnúss bur.
Um Kristínu systur þeirra bræðra:
Komdu, Stína, mærin mín,
meður fína gleði.
Hjá þér, Rínar loga Lín,
lát mér hlýna í geði.
Um mig orti hanh:
Höldum kær um hyggju torg,
hreinum lífs í blóma,