Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 70
68
bæði hafði Þórarinn Hafliðason verið settur undir sams-
konar „bann“, eins og áður er frá skýrt, og má þá nærri
geta, hvort hinir hafa ekki vitað um það, og svo þarf
varla að gera því skóna, að svo vægilega hafi verið farið
í sakirnar, t. d. af presti, að þeir kæmust ekki að þvi, að
þeir væru að fremja lögleysur. Þarf namnast aimað en
fara yfir frásögnina hér að framan til þess að sannfær-
ast um slíkt. Mormónahreyfingin var ekki svo ný hér
á landi nú orðið. Þetta var hugsanlegt um þá, sem komu
hingað fyrst frá Danmörku, þar sem trúarbragðafrelsi
hafði verið lögleitt, en árum saman gátu menn ekki vaðið
í villu og svíma um slíkt höfuð atriði. Má nærri geta,
hvort jafnglöggur maður og fróður um lög og lands-
hagi og Loftur Jónsson, hefir ekki vitað þetta, hvað sem
um hina hefði mátt ætla.
Hitt, sem einkennilega kemur fyrir, er það, hve linir
þeir verða báðir, jafnvel sjálfur „Præsidentinn“, Guð-
mundur, frammi fyrir yfirvaldinu. Þeir lofa þegar bót
og betrun, sé nákvæmt frá því sagt í réttargjörðinni. Þór-
arinn var þó að malda í móinn frammi fyrir Abel sýslu-
manni, eins og áður er frá sagt. En þetta sýnist hafa
verið eins konar viljandi starfsaðferð, og kemur það síð-
ar fram líka, að slá úr og í til þess að brjóta ekki beint
í bág við lögin og réttvísina, en vera ráðinn í því í huga
sér, að hafa það að engu. Síra Jón segir um þetta í
skýrslu sinni: „Extraréttur var nýskeð haldinn af sýslu-
manni vorum, en lítið hygg ég þar í stað hafi áskotn-
ast — Gvendur Morjóni hefir skæðan kjaft“. Hér á hann
vafalaust við þetta sama réttarhald og fer nálægt réttu
um árangurinn, að hann hefir engin verið. En þessi at-
hugasemd um „skæðan kjaft“ Guðmundar sýnist benda