Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 112
110
Borgarfirði“. Hér er eigi alls kostar rétt að orði kveðið,
að það yrði „brátt sýnt, að hann reyndist námsmaður
ágætur“, því að fyrst og fremst var hann sjö ár í skóla
— einu ári lengur en lög gera ráð fyrir —, og við burt-
fararpróf hlaut hann (II i) aðra einkunn betri, 77 stig.
Á bls. 112 tekur Gils upp úr Óðni, XIX. árg., bls. 23, hóf-
leg og sönn orð gagnkunnugs manns, sira Kristins
Daníelssonar, um sira Janus. Þar segir svo: „Sira Janus
var gáfumaður í bezta lagi. Hafði hann að vísu ekki
verið bráðþroska fyrstu skólaárin, en sótti sig æ því
betur, sem lengra leið á námið. Skilningur hans var
skýr og smekkvís og minnið trútt“. Gils segist styðjast
mjög við þessa grein sira Kristins í lýsingu sinni á sira
Janusi, og honum var vorkunnarlaust að skilja hana og
fylgja henni í frásögn sinni. Af hverju víkur hann frá
henni? Því er fljótsvarað: Af þvi að Gils gjörir sér
mannamun og er hlutdrœgur. Hann sleppir að geta um
einkunn sira Janusar við stúdentspróf, en minnist aðeins
á hina góðu einkunn hans frá prestaskólanum, til þess að
gjöra sem mestan mun á námsgáfum og námsferli þeirra,
sira Janusar og sira Stefáns Stephensens.
Gils lýkur að verðleikum miklu lofsorði á þekkingu
sira Janusar á íslenzkri tungu. En Gils þykist líka kunna
dálítið fyrir sér í meðferð málsins, og svo sem í við-
hafnar skyni spreytir hann sig á íslenzkunni og rembist
heldur en ekki á bls. 111, þar sem hann lýsir kimni og
fyndni sira Janusar: „Hitt einkenndi hann ekki síSur í
dagfari öllu, dÖ hann var hverjum manni fyndnari. Var
sem hann byggi jöfnum höndum yfir hinu mjúka, milda
skopi og gamansemi, sem „humor“ kallast á erlendum
málum, og hvössum fleini nístandi háSsins, huSstrýkj-