Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 109
107
þá, sem gjöra sér það að atvinnu að safna óhróðri og
lygasögum um látna menn.
Allar sögurnar af sira Stefáni á bls. 100—108 (Frá
y. n. II) bera það ótvírætt með sér, að þær eru stílaðar
af stækri óvild og öfundsýki og til þess ætlaðar að sverta
minningu hans. En það vill nú svo vel til, að í Óðni,
IX. árg., er minningargrein um sira Stefán, rituð af
nákunnugum manni (sira Sigurði Stefánssyni í Vigur),
er aldrei var að því fundinn að fara með rakalaust
fleipur. Aftur á móti hefir Gils sagnasafnari aldrei séð
né heyrt sira Stefán, en dirfist þó, eftir hviksögum ein-
um, að kveða upp ámæli og áfellisdóma yfir honum. Af
því að ég tel ummælin um sira Stefán í minningar-
greininni í Óðni vera í alla staði rétt og sanngjarnleg,
leyfi ég mér, til samanburðar, að rifja upp nokkra
kafla úr henni:
„Um langan aldur hafði verið þar (þ. e. í Holti í ön-
undarfirði) lítill búskapur, er sira Stefán kom þangað,
og staðurinn ekki vel setinn. Sira Stefán kom þangað
félaus, en brátt kom það í ljós, að hann var hinn mesti
búsýslumaður. Hann tók upp selför í Bjarnadal, er
Holtskirkja á, og beitarhús hafði hann þar; er þar gott
undir bú og útbeit góð. Rak hann búskapinn brátt í
fornum stíl. Leið ekki á löngu, að hann yrði einn mesti
stórbóndinn á Vesturlandi; hafði hann jafnaðarlega 5—6
hundruð fjár og 10—12 nautgripi. Holtsengi bætti hann
með vatnsveitingum og framræslu, byggði bæinn og
peningshús að nýju. Varð hann á skömmum tíma önd-
vegishöldur og héraðshöfðingi Vestfirðinga. Dugnaður
hans hafði að vonum eigi alllítil áhrif á sveitunga hansj
mönnuðust önfirðingar eigi lítið á dögiun hans í Holti,