Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 33
31
vert drjúgur yfir og telja vott um röggsemi sína, er á
þessa leið:
„Af því að við vottanlega höfum sannað, að þér hafið
stutt að útbreiðslu ens mormóníska trúarflokks hér á
Eyjunni, og af því að við viljum ekki gefa okkar atkvæði
til þess manns, sem ekki játar þau í félaginu viðteknu
trúarbrögð, þá afturköllum við hér með það kjörbréf,
sem þér dag 24. maímán. í fyrra fenguð til að vera þjóð-
fundarmaður Yestmannaeyja, undir eins og við getum
þess, að sá sjötti af yðar kjósendum, Runólfur Magnús-
son, er teptur á fastlandinu, og hefir ekki getað komist
til Eyjarinnar á nokkru tímabili.
Þetta viljum við tilkynna yður til nauðsynlegrar eft-
irréttingar, að þér þurfið ekki að gjöra yður ómak til
að mæta á þjóðfundi Islendinga, er haldast á þann 4ða
júlí næstkomandi í Reykjavík.
M. Austmann
Abel Helgi Jónsson Jón Einarsson Gísli Jónsson“
Þessi aðferð sýslumanns ber ekki lögfræðikunnáttu
hans gott vitni, enda fær hann það svar frá stiftamt-
manni, að þetta sé mál, sem honum komi ekki við. Það
sé þingsins en ekki hans að dæma um það, hver hafi
leyfi til að sitja á því hverir ekki.1) Þegar þess er svo
gætt, að hann í sama bréfi heldur, að það hljóti að vera
leyfilegt hér, sem sé leyfilegt í Kaupmannahöfn, þá stað-
festist af þessu það orð, sem fór af Abel sýslumanni, að
hann væri enginn sérlegur spekingur í lögum.2) Loftur
!) Bréf Trampes 10. júni 1851.
2) Sýslumannaæfir.