Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 39
37
sé einfaldur og ólærður, þá hugsið þér út í þetta efni
ttieð umþenkingu eins og þér ekkert vissuð; við sjáum
víða á Páls pistlum, það hann ráðleggur þeim, sem hugsa
sig vita nokkuð. Þér megið ekki taka mál mitt svo, að
ég hugsi til að kenna yður eða upplýsa, en ég veit þó,
að guð getur ennú meira upplýst yður og Christur, sem
var drottinn yfir öllu holdi, kom þó til Jóhannes að skír-
ast, þó Jóhannes segði, að hann væri ekki verðugur að
leysa hans skóþveng“ o. s. frv.
Bréfið til sýslumanns er skrifað eða dagsett næsta
dag, 31. maí, og er nálega samhjóða hinu, en talsvert
styttra. Rithönd Guðmundar er lipur og ekki ólagleg.
Mestar afleiðingar hafði þó þessi skímarathöfn fyr-
ir Þórarin Hafliðason sjálfan, og nokkuð á annan veg
en hefði mátt vænta, því það varð til þess að hann gekk
af Mormónatrúnni, í orði kveðnu að minnsta kosti. Hef-
ir verið frá því sagt í bréfunum hér að framan. En auk
þess höfum vér frásögn um það í skýrslu síra Jóns frá
1853, sem oft hefir verið nefnd. Hann segir þar um
þetta: „Kona Þórarins ætlaði að skilja sig við hann, og
unntust þau þó hugástum; ég hafði staðfest þau bæði og
samanvígt, og svo fóru leikar, að ég þóttist ríða af bagga-
muninn í því sem hverju helzt öðm geistlegu í minni tíð,
að Þórarinn mölvaði sína h(eilögu)u olíuflösku niður í
sjávarklöppum. En nú njósnaði Mormóni Gvendur þetta,
sem þá var uppi á landi og ritaði Þórami mergjað bréf
... og þá mátti allt við hafa, að halda Þórami við trúna
föstum, þar til guð gjörði enda á því krami og tók hann
burtu".
Þuriði Oddsdóttur konu Þórarins hefir verið þvert um