Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 87
85
hefir yfirleitt hegðað sér vel, og einkum af því, að við-
húið er, að það flytji alfarið úr sýslunni áður en langt
um líður, að þessi skýrsla þess verði látin nægja og því
vægt við frekari aðgjörðum, þar eð reynslan hefir sýnt,
að slíkir trúvinglsmenn verða aðeins við það æ því gall-
harðari.1)
Þetta var án efa viturlegasta stefnan eins og komið
var, enda er og að sjá, að síra Brynjólfur hafi fallizt á
þetta, því að hann hreyfir þessu ekki meir. En óneitan-
lega ber þessi yfirlýsing Lofts ekki vott um mikla trú-
areinurð, því að vissulega hefir að minnsta kosti eitthvað
af þessu fólki verið skírt Mormóna skím, og fyrir presti
hafði það þótzt vera Mormónar. Hefir nú upp úr þessu
farið að festast það áform hjá Mormónunum að fara af
landi brott, því að sýslumaður hefir án efa haft einhvem
pata af því úr því að hann drepur á það í hréfi sínu.
Þegar kemur nokkuð fram á árið spyrst sýslumaður fyrir
hjá amtinu um útborgun á arfi þeirra Jóns Jónssonar og
Guðrún Jónsdóttur í Þorlaugargerði, úr jarðabókar-
sjóðnum, því þau ætli til Ameríku og siðar er þetta í-
trekað.2) Hefir sýslumaður fyrir þessar sakir komizt að
Amerikuhuginum í fólkinu.
Annars heyrist ekkert um þetta frekar, nema hvað
síra Brynjólfur skrifar sýslumanni 9. apríl (1856) og
kærir það, að Magnús Bjamason vilji ekki láta skíra
bam sitt, en segist sjálfur hafa gefið því nafn. Segist
prestur vona, „að þó hann ekki vilji samfærast um hið
ranga í aðferðinni, muni hann þó með laganna krafti
1) Bréfabók sýsl.
2) 28. júní 1856 og 5. jan. 1857, Copíubók Vm.sýslu.