Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 155
153
timburhús, sem við hann var kennt og kallað Hoff-
mannshús, en verzlun hans starfaði ekki nema eitt ár,
því hann drukknaði 1884. Guðmundur Ottesen var hyrj-
aður aðverzla, þegar greinarhöfundur fórtil Vesturheims
1893, en Guðmundur lézt 3. febr. 1901. Þá lagðist sú
verzlun niður. Laust fyrir 1890 varð verzlun Snæbjarn-
ar Þorvaldssonar fyrir svo þungu fjártjóni, að ekki þótti
fært að halda henni gangandi. Tildrög þess voru þau, að
nokkur undanfarin ár hafði Snæbjörn keypt fisk til út-
flutnings með allgóðum árangri, en þá er síðasti farm-
urinn var á útleið, féll fiskurinn snögglega mjög í verði
á markaðinum. Skuldaskil fóru fram í árslok 1890.
Greiddi þá Snæbjörn öllum innlendum viðskiptamönn-
um að fullu og auk þess kr. 15000 til Salomons David-
sens, en skuldin við hann mun þó hafa verið nokkru
hærri.
Heimild fyrir þessum skuldaskilum er að finna í
Minningabók Sigurðar Briems. Sú eina verzlun af þess-
um fimm, er nefndar hafa verið, er lengi stóð, var
verzlun Böðvars Þorvaldssonar, líklega um 50 ár, því að
hann verzlaði til æfiloka.
Loks skal hér getið þeirra bæja í Svínadal, er Magnús
Einarsson slepir i endurminningum sinum:
Kona Magnúsar Ólafssonar á Efra-Skarði hét Þórunn
Árnadóttir. Magnús var vinnumaður hjá Jóni Þorsteins-
syni í Kambshól, áður en hann fór að búa á Efra-Skarði.
Nú býr þar þriðji ættliður Magnúsar.
1 Tungu bjó Guðmundur Helgason; hann var fjórði
ættliður frá séra Guðmundi á Prestsbakka og konu hans
Þórunni dóttur séra Einars á Helgafelli, Gíslasonar prests
sama staðar. Guðmundur i Tungu mun hafa verið þrí-