Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 147
145
séra Helga, var Guðrún Þorkelsdóttir, f. um 1790, d. 11.
apríl 1848. Séra Helgi útskrifaðist úr Bessastaðaskóla
13. júní 1840, sigldi svo til Khafnar og las þar lögfræði
og læknisfræði. Á Hafnarárum sinum gekk hann jafn-
framt á listaskóla og útskrifaðist þaðan sem fullnuma
dráttlistarmaður. Einnig lærði hann ljósmyndagerð. Setti
bú að Jörfa árið 1846. Veitt Setberg 11. júní 1866, vígð-
ist þangað 26. ágúst sama ár. Fékk veitingu fyrir Mel-
um 9. marz 1875. Stundaði lækningar jafnt búskap og
prestsstörfum. Áxið 1849 bauðst honum að gerast héraðs-
læknir í Vestmannaeyjum, en hann hafnaði því boði.
Fékk lausn frá prestsskap 2. okt. 1883. Flutti þá á Akra-
nes og byggði sér þar litið timburhús á vestanverðum
Skaga, er hann kallaði á Marbakka, og dó þar 13. ágúst
1888. Séra Helgi var bragfróður og hagyrðingur og vel
lærður í fornum fræðum, klerkur dágóður, en þótti
fremur einrænn og forn í skapi. Hann lagði og fyrstur
manna vísi að þjóðminjasafni landsins með því 1863
að gefa til þess nokkra fornmuni, fimmtán að tölu. Sama
árið og hann lét af prestsskap, var Melakirkja lögð nið-
ur, eða öllu heldur sameinuð Leirárkirkju, sem þá var
stækkuð um helming og lögð til Saurbæjar prestakalls.
Kona séra Helga var Valgerður (f. 24. júní 1821, d.
16. júlí 1899), dóttir Páls prófasts að Hörgsdal (f. 7. maí
1797, dó, 64 ára, 1866) Pálssonar Kirkjubæjarklausturs-
haldara Jónssonar. Þau séra Helgi og Valgerður áttu ekki
skap saman og skildu árið 1854; eignuðust þrjú börn:
Helga, er dó á Setbergi 23 ára, námsmaður mikill og
gáfaður, talaði bæði dönsku og frönsku, Sigríði og Guð-
rúnu, er báðar fluttu til Vesturheims. Síðar giftist Val-
gerður Sigurði bónda og hreppstjóra að Tröð í Kolbeins-
10