Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 15
13
tilhæfulaust, að þar fari nokkuð ósæmilegt fram frekar
en við hverjar aðrar launhelgar, en launungin ein er nóg
til þess, að koma slikum sögum af stað.
I. TJpptökin. Þórarinn HafliSason.
Það er eitt höfuðeinkenni Mormónaflokksins, hve ó-
sleitilega hann vinnur að útbreiðslu trúar sinnar, enda
átti hann því að þakka þá ótrúlega miklu útbreiðslu,
sem hann fékk á skömmum tíma. Sérstaklega herjuðu
Mormónar mjög á þau löndin, sem Lúterstrú höfðu, og
varð þar mest ágengt. Má víða sjá það á ritum þeirra,
að þeir þóttust vera í miklu samræmi við Lúter og lút-
erskan sið, og ýmsa af ágætustu kennimönnum lútersku
kirkjunnar vitnuðu þeir í, eins og af þeirra flokki hefðu
verið. Um miðja öldina sem leið gjörðu þeir sérstaklega
snarpa árás í Danmörku og varð talsvert ágengt. Og í
þeim svifum herst Mormónatrúin til Islands í fyrsta
sinn.
Maður er nefndur Þórarinn Hafliðason. Hann var
ættaður úr Rangárvallasýslu, en hafði flutzt til Vest-
mannaeyja ungur að aldri, og verið þar fermdur af sókn-
arprestinum, síra Jóni Austmann, árið 1841. Fær hann
góðan vitnisburð af þeim, sem geta hans. Abel sýslu-
maðrn- segir að hann sé „en dygtig Arbejder, ædruelig,
sagtmodig og meget religieus11.1) Og síðar segir hann,
að hann hafi í öllu nema því, sem þá var á döfinni (þ.
e. Mormónskunni) verið „meget hengiven".2) Síra Jón
1) Bréf sýslum. í amtið 28. apr. 1851.
2) s. st.