Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 137
135
tækur; hann var söngmaður og stýrði söng í Leirár-
kirkju um 30 ár; um hann sagði Jón bókbindari:
Hann ei mæðir hungurs þröng,
þó heita óríkur megi;
hefur gæða hljóðaföng;
hjá oss ræður kirkjusöng.
Dóttir hans var Helga, móðir Þorsteins Borgfjörðs bygg-
ingameistara í Winnipeg.
Jósep á Hávarðarstöðum var bjargálnamaður og skil-
ríkur; hann átti dóttur Gísla í Hrauntúni; þeirra sonur,
Jóhannes, er í WinnipegÁ) — í Skarðskoti var Guð-
mundur ísaksson; Guðrún hét kona hans, systir Erlend-
ar í Teigakoti á Álftanesi. Á Neðra-Skarði bjó Jón Þor-
valdsson9); Guðfinna hét kona hans. Jón var góður og
skilríkur bóndi, greindur vel og hnyttinn í svörum;
Guðfinna var sómakona. Sonur þeirra, Þorsteinn, er í
Californiu.
1 Steinsholti bjó faðir minn, Einar Þorfinnsson, Pét-
urssonar á Hvítanesi. Kona Þorfinns og móðir föður
míns, var Ingibjörg Magnúsdóttir, kaupmanns á Eyrar-
bakka, Einarssonar, Magnússonar prests á Húsavík; en
kona Magnúsar kaupmanns og amma föður míns, var
Steinvör Þorbergsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði vestra;
hún var systir séra Hjalta Þorbergssonar, afa Bergs Thor-
bergs landshöfðingja; kona föður míns var Ingibjörg
Einarsdóttir, Þiðrikssonar frá Hurðarbaki í Reykholts-
dal. — Á Efra-Skarði bjó Magnús, en ekki man ég neitt
frá honum að segja.
Nú hefi ég nafngreint helztu bændur í Mela- og Leir-
ársveit, sem uppi voru þar á áðurnefndu tímabili. En