Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 116
114
kukl sitt, galdragól og særingar. „Skjótt skipast veður í
lofti“, og svo fór hér. Á svipstundu brast á ofviðri með
stórhríð og frosthörku, og gerði hafrót afskaplegt.
Sira Ásgeir hafði róið alllangt undan landi. Þá er
áhlaupsveðrið skall á, sá hann þegar þann kost vænstan
að hleypa undan veðrinu. „Fór svo fram um hríð, að
siglt var sem ákaflegast, og héldu skipverjar, að hver
stundin væri hin síðasta. Ásgeir var þungbúinn og
mælti fátt, nema þá er hann hvatti menn sína og taldi
kjark í þá. Grunaði hann af vísdómi sínum, að ekki væri
einleikið með veður þetta. Og er enn herti veðrið, tók
prófastur upp sjálfskeiðing sinn og skar litla flís úr borð-
stokk bátsins. Því næst gerði hann rispu á fingur sér,
svo að blæddi, lét blóðið drjúpa á flísina og kastaði henni
fyrir borð. Að því búnu þreif hann sjóhattinn af höfði
sér, deif honum í sjóinn og lét hann síðan á sig aftur“.
(Frá y. n. II, bls. 135).
Það er hvorttveggja, að sira Ásgeir var afburðamaður
um flest, enda myndi fáir leika þetta eftir honum, að
verja opinn bát áföllum í ofviðri og ósjó, en gefa sér
þó tíma til að fást við slíkar galdravarnir og kuklara-
fikt: að taka upp sjálfskeiðing sinn, opna hann að sjálf-
sögðu, skera flís úr borðstokknum, blóðga sig á fingri,
láta blóðið drjúpa á flísina og kasta henni svo fyrir
borð, þrífa því næst sjóhattinn af höfði sér, dýfa hon-
um í sjóinn, láta hann síðan á sig aftur og — að lík-
indum — binda hann aftur undir kverk!
„Við þessar aðgerðir linaði veðrið, þvi að nú fann Jón
það af kunnáttu sinni, þar sem hann stóð og hamaðist
í fjörunni, að Ásgeir prófastur var kollvotur orðinn, og
blóð hans komið í sjó. Þótti honum þá nóg komið og