Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 54
52
guðfræði; vitnar í Rómv. 6. kap. og Kól. 2. kap., er segi,
að maðurinn eigi að greftrast í skírninni og rísa aftur
upp af vatninu, og á það vafalaust að sanna, að niður-
dýfing sé nauðsynleg í skirninni. Taiar um, að hann sé
ólærður, en 1. Kor. 1. kap. sýni, að það gjöri ekkert til.
Þá segist hann vita, að prestar boði ekki vísvitandi ó-
sannindi. „En hitt er víst, að það kalla ég blinda hlýðni,
að lesa orð á helgum stað, sem hvergi eigi heima og
skylda menn að viðteknum vana að ljúga fyrir sér og
einneigin lofa því, sem þeir ekki geta hugsað til að enda,
og játa því, sem þeir vita er ósatt.
Og það hryggir anda minn, að þið Unhólsbræðurnir,
sem eruð svo miklum gáfum gæddir og gætuð leiðrétt þá
skilningsdaufari, þangað til að þeir yrðu fyrir náð guðs
og trú af andanum leiðréttir, að sannleikurinn fær ekki
rúm í yðar hjörtum, en sjá! Yðar blóð kemur ekki yfir
mitt höfuð á þeim stóra allsherjar degi... Vertu sæll
minn kæri! gamli vinur, heilsaðu konu þinni og öllu
fólkinu og Hannesi mínum hinummegin og konu hans,
með óskum góðs og blessunar í tíma og eilifð, frá þess-
um mormóna G. Guðmundsson“. Utanáskriftin er:
„Signr Thordi Siðurðssyni á Unhól“.
Hér er Guðmundur kominn með trúboð sitt inn í
Kálfholtsprestakall, og sýnist hann hafa starfað af kappi.
Á Unhól var tvíbýli og hefir sálnaregistrið 1851 þessar
athugasemdir um það Unhólsfólk:
„Hannes Bjarnason, 56 ára, framhleypinn en
nógu vænn niðrí.
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, 36 ára, myndarkona“.
og á hinu heimilinu: