Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 142
140
Ölafsvöllum á Akranesi. — 1 Gröf bjó Guðmundur Ólafs-
son, jarðríkur maður, gáfumaður mikill og stórmennt-
aður; hann flutti síðar að Fitjum í Skorradal; kona hans
hét Vigdís, ættuð sunnan úr Vogum. 26)
Akraneshreppur. Á Iíúlu voru þeir Páll og Teitur,
bróðir Bjarna á Kjaransstöðum; hann átti fjögur börn:
Gísla, Brynjólf, Kristínu og Margréti. Páll var glað-
lyndur, kvæðamaður mikill og snillingur að temja hesta;
hann flutti síðar að Norður-Reykjum. — Á Innra Hólmi
var Gestur; af honum fóru litlar sögur; eftir lát hans
kom þangað Kristján Símonarson vestan af Arnarfirði;
hann var dugnaðarmaður til sjávar og lands; kona hans
var Þórunn, ekkja eftir séra Odd á Rafnseyri; böm
þeirra voru Oddur, Margrét, Kristín og Geirlaug; böm
hennar af fyrra hjónabandi vom Sveinn barnakennari
og Katrín kona Ólafs á Litlateig. — 1 Dægrunni bjó
Guðmundur Jörundsson, hygginn búmaður; kona hans
hét Helga. — Á Heynesi voru ýmsir smábændur, þar til
að frú Þórunn Stephensen flutti þangað. — Á Kjarans-
stöðum bjó Bjarni Brynjólfsson dannebrogsmaðm, smið-
ur mikill á tré, járn og kopar; kona hans var Helga
Ólafsdóttir Björnssonar sekretera og önnu Stefánsdóttur
Schevings og Helgu dóttur séra Jóns Magnússonar á
Staðarstað; börn þeirra voru: Brynjólfur, skipasmiður, í
Engey, Margrét kona Guðmundar klénsmiðs, Ólafur á
Litlateigi, Helga kona Níelsar í Lambhúsum, Ólína
kona Ásmundar á Lláteigi, og Þórunn kona Sigurðar í
Vigur. — Á Ytra Hólmi bjó Pétur Ottesen; átti Guð-
nýju Jónsdóttur; hann var duglegur hákarlaformaður
á yngri árum; börn þeirra voru: Jón, Pétur, Lárus, Guð-
mundur, Oddgeir og Rósa. — 1 Görðum voru fjórir prest-